Foreldrablaðið - 15.12.1942, Blaðsíða 9

Foreldrablaðið - 15.12.1942, Blaðsíða 9
FORELDRABLAÐIÐ 9 ið en frómt og trúað fólk hefur liðið iyrir þessa túlkun á því, sem þá var :nefnt fagnaðarerindið. En eins og prest- arnir ætluðu áður fyrr að leiða fólkið á veg réttlætis og til hlýðni við guð og góða siði, með ógnum vítiskvala, þann- ig hættir mörgum enn í dag til að reyna að ná sama árangri hjá barninu með því að hræða það með Grýlu, bola, „ljóta karlinum" eða . einhverjum öðrum kynjaverum. En afleiðingin verður sú, að barnið verður myrkfælið, ístöðu- laust og taugaveiklað og fær aldrei not- ið þess, sem talið er einkenni og einka- réttur æskunnar: ótta- og áhyggjuleys- ið. Börnin þurfa svigrúm fyrir störf sín og leiki. Sú athafnaþörf verður að fá útrás með einhveru móti og varðar þá mestu, að henni sé beint inn á réttar brautir, en ekki bæld niður með því, að hræða barnið til að vera hljóðlátt og kyrrt og kalla það keipar og óþægð, sem náttúrlegast er og eðli þess samkvæmt og vér sjáum alls staðar annarstaðar í náttúrunni hjá sérhverju heilbrigðu ungviði, og undrum oss ekkert á því þar, sbr. hlaup og leiki folaldanna og lambanna á vorin. Þá verður mörgum á, að gera oflítið úr afköstum barnsins, hvort heldur það er við leik, starf eða nám og taka þá •ekki alltaf tillit til aldurs þess, með- fæddra hæfileik^ eða þroska. Athuga ekki, að enda þótt árangurinn af starf- inu eða náminu virðist ekki mikill, hef- ur barnið þó lagt á sig mikið erfiði, ef til vill lagt fram alla sína litlu krafta, gert eins vel og það gat. Þar hefði hæfi- legt hrós og viðurkenning verið líklegra til aukinna afkasta en síendurteknar fullyrðingar um leti og amlóðaskap, þar til barnið sjálft er farið að trúa því, að það sé allra annara eftirbátur og til einskis nýtt. Þessi minnimáttarkennd getur svo fylgt því alla æfi og orðið or- sök að ótal ósigrum í lífsbaráttunni. Ég hef hér að framan bent á tvö atriði, ótta og minnimáttarkennd, er hvorugt er barninu meðfætt eða eðli- legt, heldur til orðið fyrir áhrif hinna fullorðnu, eru afleiðing uppeldisins. Hygg ég, að þau séu afdrifaríkari flest- um öðrum áhrifum, er barnið verður fyrir, sérstaklega á fyrstu æfiárunum og eigi meiri þátt í vanlíðan æskunnar og óhamingju fullorðinsáranna en þá grunar, er nota þau til að þagga háv- aðann, sem svo oft fylgir æskunni, fá með því móti börnin til að vera stillt og prúð, eins og það er oft orðað. Siðsemi og prúðmennsku í allri fram- komu þarf vissulega að innræta barn- inu. En það má ekki verða á kostnað lífsgleði þess og haminguj, engin hræðslugæði. Gott fordæmi ásamt sam- úð og næmum skilningi á andlegum þörfum barnsins ekki síður en líkam- legum mun þar reynast bezt til æski- legs árangurs. Guðmundur Björnsson. KRAKKAR! Teikni- og rissblokkir fást í prentsmið j unni. Verð 25 aura.

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/1825

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.