Foreldrablaðið - 15.12.1942, Blaðsíða 11

Foreldrablaðið - 15.12.1942, Blaðsíða 11
FORELDRABLAÐIÐ 11 leikar, eins og Grikkirnir nefndu það. .Aftur á móti er það, sem nútíminn skír- ir fimleika, kerfisbundinn flokkur æf- inga, er miðast við það, að hópur manna geti æft og iðkað í einu. Um íþróttirnar verður einna helzt sagt, að þær séu fyr- ir einstaklingana. En fimleikarnir mið- ast sérstaklega við fjöldann og eru sam- eign hans. Þar sem margir geta stundað fimleik- ana í einu, eru þeir sérstaklega heppi- legir fyrir skóla og'félög. — Þeir hafa líka orðið vinsælir meðal almennings. Og allir, sem þá stunda, skilja, hvaða hollustu þeir hafa í för með sér fyrir líkama og sál. Það er ekki hið einasta, að vöðvastyrkurinn aukist, heldur líka mannkostir yfirleitt. Það, sem keppt er að með fimleikum er að veita líkamanum alhliða þjálfun, vinna á móti ljótum vanastellingum, skapa fagran vöxt og hreyfingar. Svo má ekki gleyma hinu, sem beint og ó- beint vinnst við fimleikaiðkun, og það' er ræktun skapgerðarinnar og hugar- farsins. Það er þaulreynt, að vilji, ein- beitni og háttprýði eykst við ástundun líkamsæfinga. — Engin ímyndun eru þau áhrif, sem íþróttir og fimleikar hafa á vöxt og þroska manna. Og um þau efni eru til margar niðurstöður, sem vert væri að gefa gaum. Frægur læknir, dr. Alf Lorentz Ör- beck, hefur ritað eftirfarandi atriði um -áhrif fimleika á vöxtinn: 1. Hæðin eykst. Það er þó ekki vegna þess að menn vaxi (þ. e. a. s. fullvaxið fólk), heldur af því, að þeir ganga beinni og bera sig betur. Hækkunin getur numið 2—3 cm. 2. Þyngdin breytist misjafnlega. Magurt fólk þyngist oftast, því að vöðvar stækka og þroskast. Feitir menn renna aftur á móti. 3. Gildleiki um mjaðmir og kvið verður minni vegna þess að fit- an undir húðinni eyðist. Sama ma segja um brjóstvíddina. 4: Vöðvakraftur eykst yfirleitt. Mörg og margvísleg fimleikakerfi eru notuð. En það, sem aðallega er lagt til grundvallar fimleikakennslu á Norður- löndum og reyndar víðar, er hið svo- nefnda Lingskerfi. Það er kennt við Svíann Hjalmar Ling, sem er höfundur þess. —- í kerfinu er æfingunum skipað niður eftir áhrifum þeirra á starfsemi líffæranna. Kerfið er mjög vinsælt og víða notað um hinn menntaða heim. — Samkvæmt þessu kerfi telur J. Lind- hard, danskur fimleika- og lífeðlisfræð- ingur, eðlilegast að skipta æfingunum í fjóra aðalflokka á eftirfarandi hátt: I. Æfingar er móta aga og brýna eft- irtektina, stefna að uppeldi í venjulegri merkingu þess orðs: 1. Fylkingar. 2. Háttprýðiæfingar. 3. Gangur og gangæfingar. II. Æfingar er aðallega hafa það hlutverk að þjálfa kerfisbundið liði og vöðva. 1. Mótandi æfingar. A. Upphafsstöður. 2. Æfingar. " a. Höfuð- og hálsæfingar. b. Bolæfingar. c. Armæfingar. d. Fótaæfingar.

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/1825

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.