Foreldrablaðið - 15.12.1942, Blaðsíða 8

Foreldrablaðið - 15.12.1942, Blaðsíða 8
8 FORELDRABLAÐIÐ Bernskuárin Bernsku- og æskuárin eru þau tíma- bil mannsæfinnar, sem oft er talið að líkisí mest því ástandi, cr trúaðir mcnn vona aö þeirra bíði í Paradís. Lífið sé þá einungis leikur, áhyggjulaus, glað- vær og saklaus. Svona kemur þetta fyr- ir sjónir, fljótt á litið. Það mætti því ætla, að þessar verur, blessuð börnin, væru alsæl eins og þeir útvöldu. En þegar betur er að gáð, kemur hið ótrú- lega í Ijós, að svo virðist, sem börnin hafi eigi minni byrði að bera af sorgum og andstreymi og jafnvel áhyggjum, en þeir hinir rosknu, sem í stríðinu standa við að búa þessum verðandi starfs- mönnum þjóðfélagsins betri kjör og að- stæður en þeir nutu sjálfir. Oss finnst, þetta jafnan svo ósennilegt, að vér leggjum ekki á oss það erfiði að rann- saka, hvort þetta raunverulega er svo, og þá, • hvaða ástæður liggi til þess. Hvort það kynni t. d. að vera vor eigin sök, foreldranna og annara fullorðinna, er börnin umgangast, að þau fái eigi not ið þess, sem vér þó teljum sjálfságt, að vera ættu aðal einkenni æskunnar: meira virði, sem mikilsverðari maður hefur þau mælt eða ritað. Blað þetta er einmitt tilraun til að „brúa sundið“ milli þessara samherja, heimila og skóla. Því er ætlað að vekja oss öll, foreldra og kennara, til fyllri meðvitundar um, að vér látum um of „reka á reiðanum“ um það, hvernig árangur störf _vor kunna að bera. Heirn- ili og skóli eru að leitast við að búa áhyggjuleysi, gleði, hamingja. Engu er- um vér eins fljót að gleymá og vorri eigin bernsku, sérstaklega því, er þá grætti oss eða kom oss til að gera það, sem fullorðna fólkið hafði bannað, sagði að væri ljótt, en aðhafðist þó sjálft í skjóli aldurs síns og yfirburða. Að sjálfsögðu vilja engir, og þá sízt af öllum foreldrarnir varpa skugga á æsku barnsins síns eða spilla gleði þess og hamingju. Og þó hendir þetta marg- an, ef til vill flesta, er börn umgang- ast. Barnssálin er svo viðkvæm, að þar þarf ekki alltaf mikið til að valda sári er svíður og jafnvel seint grær. Allir kannast við orðatiltækin: guð- hræðsla, guðsótti. Sú var tíðin, að hinir andlegu leiðtogar þjóðar vorrar, og raunar alls hins kristna heims, vissu eigi annað betra ráð til að efla siðgæði og góða og guði þóknanlega breytni fólksins en útmála þær skelfingar, er þeirra biðu í öðru lífi, er villtust út af þrönga veginum, er einn- lægi til lífsins. Verða aldrei vegnar né mældar þær sálarkvalir og hörmungar, er ístöðulít- börnin undir það að verða að mönnum. Báðir aðiljar þurfa að gera sér Ijóst, að hér er um svo mikið vandaverk að ræða, að enginn er fullkominn í því starfi. En hitt þarf og að athuga, að sí- felldum framförum er unnt að taka, ef; umhugsun og alúð leggjast á eitt. Minn- umst þess, að láta hvorki orð né athafn- ir hneyksla smælingjana. Svafa Þorleifsdóttir.

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/1825

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.