Foreldrablaðið - 15.12.1942, Blaðsíða 6

Foreldrablaðið - 15.12.1942, Blaðsíða 6
6 FORELDRABLAÐIÐ Hann hafði barizt við efasemdir og ör- vænting, svo að nærri lét sturlun. En í öllum þeim umbrotum hugans hefur hann þó varðyeitt einn sjóð: „barnsins trú“ frá móður sinni. Þessi sjóðurinn forðar honum frá sturlun, þegar mest reynir á. Ef svo yrði á litið, að síra Matthías sé of mikil og sérstök umbrotasál, til þess að nokkur almenn regla verði dregin af dæmi hans, þá má minna á önnur dæmi. Magnús skólastjóri Helgason, jafn- vægismaðurinn rólyndi, segir svo í æskuminningum sínum um Birtinga- holtsheimilið: „Ég man hitt meðan ég lifi, er hún kom til mín á kvöldin, þeg- ar ég var háttaður, lét mig lesa versin mín, sem hún hafði kennt mér og mér þótti vænt um, og ég hafði sjálfur rað- að niður og las einlægt í sömu röð á eftir Faðirvori, og sömuleiðis fyrirbæn- ir afa míns fyrir mér og systkinum mín- um“. Vér vitum, hver sú „hún“ hefur ver- ið, sem skólastjórinn segir frá: „Fáir sem faðir, en engin sem móðir“. Svo mun barninu finnast, er það hugsar til þvílíkra stunda síðar. Nú er ég aldinn að árum, um sig meinin grafa, senn er sólarlag. Svíður í gömlum sárum, — samt er gaman að hafa lifað svo langan dag. Er syrtir af nótt, til sængur er mál að ganga, — sæt mun hvíldin eftir vegferð stranga. — Þá vildi ég, móðir mín, að mildin þín svæfði mig svefninum langa. — Svo segir Örn Arnarson (þ. e. Magnús Stefánsson f 25./7. 1942), er hann minn- ist æsku sinnar og kveldstunda við móð- ur kinn. Samskonar minning er og vafalaust að baki þessara orða Matthíasar um ljóð Hallgríms: Frá því barnið biður fyrsta sinn blítt og rótt við sinnar móður kinn, til þess gamall sofnar síðstu stund* svala ljóð þau hverri hjartans und. Bernskuminning Matthíasar um kveldversin, sem hann fór með við kinn móður sinnar, hafa helgað nafn og ljóð Hallgríms í huga hans. Og við það verða þau honum enn meiri fjársjóður. - ‘x. Orð allra þessara manna benda þá f sömu átt. Kveldstundirnar við móður kinn í bernsku hafa lagt þeim í brjóst þann sjóðinn, sem síðast eyðist. Munu margir þeirra, sem enn lifa, geta tekið undir orð þeirra og gert þau að sínum, því að þar er sá sjóðurinn, er einnig þeim mun eyðast síðast. En ef vér hugsum til framtíðarinnar, þá er það á einskis manns valdi, ann- arra en þeirra, sem nú eiga ung börn, hvort þeir, sem á eftir oss koma, eign- ast þennan móðursjóð. *Svo bæði í Úrvali og Heildarútgáfu Gleðileg jól!

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/1825

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.