Foreldrablaðið - 15.12.1942, Blaðsíða 15

Foreldrablaðið - 15.12.1942, Blaðsíða 15
FORELDRABLAÐIÐ 15- þessa tímabils sérstaklega. Aftur á móti hefur sálarfræðin nú sýnt fram á, með óyggjandi rökum, að það er lang ör- lagaríkasti hluti æfinnar frá uppeldis- legu sjónarmiði, að fyrstu 4—6 árin í æfi mannsins valda meiru um, hvaða maður hann verður og hver afrek hann vinnur 1 lífinu en öll æfiár. hans til samans. En hvers vegna? Það er langt mál að skýra til hlítar. Þó skal reynt að gefa örlitla hugmynd um það. Barnið fæðist með hvötum og til- hneigingum, en það hefur engar venj- ur. Þessar hvatir eru í fyrstu ákaflega mótanlegar af áhrifum uppeldisins. Það er um deilt, meðal sálfræðinga, hversu margvíslegar þessar hvatir eru, og sömuleiðis um innbyrðis samhengi þeirra, en það er ekki um það deilt, að þær séu til. Þessar frumstæðu hvatir geta á enga lund samræmst þeim kröf- um, sem samfélag við aðra menn hlýt- ur að gera, og þær eru heldur ekki fær- ar til að mæta þeim viðfangsefnum, sem lífið leggur manninum á herðar. Það er því augljóst mál, að þær verða að breytast. En þá er líka annars að gæta. Hvatir þessar er ekki hægt að sveigja ótakmarkað. Sé það reynt, er barninu bein hætta búin. Hér þarfnast beinlínis nokkrar sálfræðilegrar þekk- ingar og skilnings, ef vel á að fara, þótt brjóstvit og eðiisgreind umhyggjusamra foreldra stýri þar oít gullinn meðalveg. Þeir eru ekki beztir foreldrar, sem veitt geta börnum sínum flestar barnfóstrur eða gefið þeim mest af sæígæti og leik- föngum. Hét skal þó ekki dregið úr nauðsyn efnalegra gæða í þágu uppeld- isins, en bent á, að þau eru engan vegin einhlít og geta jafnvel verið til einskis gagns, þó auðvitað að minnstu kröfu undanskilinni. En uppeldið krefst einn- ig þekkingar og fórnfýsi af foreldrunum Það er ekki barninu fyrir beztu, að lát- ið sé eftir öllum kröfum þess og duttl- ungum, heldur hitt, að hvatir þess og hneigðir bindist hollum venjum, sem geti orðið undirrót að heilsteyptu, hollu og heilbrigðu lífi. En þetta er mjög torvelt, nema gert sé frá upphafi. Verði veruleg mistök á uppeldinu fyrstu árin, er ekki auðhlaupið að kippa þeim í lag. Heilbrigðar lífsvenjur verða því að skapast að miklu leyti á fyrstu árunum. Það er samt ekki svo að skilja, að uppeldið sé vandalaust eftir þann tíma, því fer mjög fjarjri. Hvert aldurs- og þroskastig hefur sín sérstöku við- fangsefni. En sé hverju viðfangsefni ekki sinnt á réttum tíma, og þá sérstak- lega þeim fyrstu, verður mun erfiðara að sinna þeim, sem á eftir koma. Nú vil ég leitast við að heimfæra dæmi því til sönnunar, er ég hef sagt hér að framan. Eins og allir vita, er smábörnum nauðsynlegt að sofa mikið og reglulega. En hvernig er þá bezt að skapa heilbrigðar svefnvenjur? Margar umhyggjusamar mæður vagga börnum sínum í svefn, róa og ganga' með þau, eða jafnvel kaupa þau með sælgætis- mola til að leggjast til svefns. Þar með láta þær börnin finna, að það sé þeirra (þ. e. mæðranna) þægð, að þau sofi. Bcrnin ganga iljótlega á það lagið, gera sig kostbær, og það verður sífellt tor- veldara að fá þau til að sofna. Það get- ur jafnvel haft áhrif á svefnfarir þeirra alla æfi. Það er því augljóst mál, að móðirin vinnur barni sínu mein, en ekki bót með þessu. Við það, að barninu er vaggað og mikið með það látið, örvast sjálkennd þess á óeðlilegan hátt. ÞaS

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/1825

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.