Foreldrablaðið - 15.12.1942, Blaðsíða 10

Foreldrablaðið - 15.12.1942, Blaðsíða 10
10 FORELDRABLAÐIÐ Líkamsrækt EINKUNN ARORÐ: „Heilbrigð sál í hraustum líkama£". Latneskt spakmæli. í þessari grein verður ekki rúm til að rekja sögu líkamsæfinganna og heldur ekki ætlunin. En þó skai aðeins drepið á það, að líkamsæfingar áttu sinn blómatíma í fornöldinni, eigi síður en listirnar, en þetta á þó sérstaklega við um lönd Miðjarðarhafsins, og voru þar fremstir í þessum greinum Rómverjar og Grikkir. Forfeður okkar hér á Norðuriöndum lögðu mikla stund á íþróttir og leika, en þetta var ekkí gert í beinum uppeldis- legum tilgangi, eins og t. d. hjá Grikkj- um. Það er alkunna, að gömlu Grikkirnir litu svo á, að sönglistin og fimleikarnir væru aðalþættirnir í uppeldi æskunn- ar, enda var mikil rækt lögð við þetta hvort tveggja hjá hinni forn-grísku þjóð og einnig meðal Rómverja á blóma- skeiði þeirra. Þegar dregur að miðöldum, fer í- þróttalífi að hnigna. Og svo má heita meðan svartnætti miðaldanna stendur yfir, að flestar þjóðir kasti fyrir borð þeirri rækt, sem áður var sýnd íþrótt- um. Þó kulnaði áhuginn á þeim aldrei alveg út. Með riddurunum lifðu þær af hnign- unarskeið miðalda. Um riddarastéttina má segja, að hún sé tengiliðurinn milli gamla og nýja tímans, hvað íþróttalíf snerti. — Riddararnir tóku íþró'ttirnar í arf frá víkingum fornaldarinnar og skil- uðu þeim svo að segja óbreyttum til eftirkomenda sinna. Ef þessarar fá- mennu stéttar, riddarastéttinni, hefði ekki notið við, eru miklar líkur til, að líkamsmenning hefði lagst niður, eða að minnsta kosti hefðu fornu íþrótta- greinarnar glatast að miklu eða öllu leyti. Óhætt er að segja, að sömu íþrótt- ir séu stundaðar í dag og í fornöldinni lítið breyttar, nema hvað eðlileg þróun hefur aukið við þær og fært í betri og íegurri stíl. í byrjun 19. aldarinnar hefur íþrótta- lifið tekið miklum stakkaskiptum. í stað fámennra hópa, er almenningur farinn ^ð leggja stund á íþróttir í fjölmennari löndum hins menntaða heims. — En breytingarnar verða fleiri en þær, að- íþróttirnar dafna í skjóli alþýðunnar. Fornu íþróttirnar þykja ekki fullnægj- andi. Menn taka að leita að nýjum æfing- um, sem betur hæfa breyttum lífskjör- um manna. Það er4 leitað að æfingum, sem færar séu um að liðka vinnustjarf- ann og lækna óhollar, ljótar og óeðli- legar vanastellingar. Upp úr þessari leit spretta nútíma fimleikar. •— Það er mesti misskilningur að líta á íþróttir og leikfimi sem eitt og hið sama. Að vísu kölluðu Grikkir líkamsæfingar þær, sem þeir iðkuðu til forna, fimleika. En það voru þær æfingar, sem nú í daglegu tali eru kallaðar íþróttir, eins og t. d. hlaup, köst, stökk, glímur o. fl. Þetta eru hreinar íþróttagreinar en ekki fim-

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/1825

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.