Jólaklukkur - 01.12.1943, Síða 6

Jólaklukkur - 01.12.1943, Síða 6
4 JOLAKLUKKUR Séra Sígurbjörn A. Gíslason: Gamlar mínníngar frd THoreöí Vorið 1901 kom ég í fyrsta skipti til Nor- egs. Sótti þangað — frá Danmörku — árs- þing eða landsfund æskulýðsfélaganna kristilegu. Hann var í Björgvin. Á eftir varði ég mánaðartíma til að kynnast ýmsu kristilegu starfi í nokkrum norskum borgum. Síðan hefi ég verið fimm sinnum í Nor- egi, oftast mánuð í senn, setið þar þrjú ársþing: Lútersku fríkirkjunnar 1909, heimatrúboðsins 1914 og Kínasambands- ins 1936, — og tvö alþjóðaþing: Goodtempl- ara 1914 og sunnudagaskólanna 1936. Ótal ljúfar minningar á ég frá öllum þessum fundum og ferðalögum, því að jafnan var mér tekið sem bezta bróður meðal trúaðra manna í Noregi, — eins og raunar hvar sem ég hef komið í öðrum átta löndum. En beztu Noregsminningar mínar eru þó ekki frá þessum stórfundum, heldur frá dvöl minni í Noregi vorið 1905. í marz og apríl það ár var ég í Dan- mörku. Las ég þar margar blaðagreinar um trúarvakninguna í Noregi og hlustaði á erindi um hana á prestafundi í Kaup- mannahöfn. Albert Lunde, leikmaður, nýkominn frá Ameríku, hafði flutt um veturinn fjölda margar ræður í stærstu sölum Oslóar og Svo verður hjarta þitt hljótt, — og þú veizt, að hann er hjá þér. Einhvern veg- inn, ef til vill á þann hátt, sem þú hafðir sízt búizt við, með einhverju einföldu móti og hóglátum hætti ertu viss og óbifanlega sannfærður um það, að hann var hjá þér og horfðist í augu við þig og að héðan af verður lífið allt annað en það var, sjá, hið gamla varð að engu, allt er orðið nýtt. Þér skilst það þá, að Kristur var farinn að leita þín löngu áður en þú fórst að leita hans. Þér skilst þá, að hann var hjá þér, jafnvel þótt þú héldir hann fjarlægan. Hann beið aðeins hinnar réttu stundar. Hann var að prófa einlægni þína. Hann var að reyna þolinmæði þína. Svo kemur hann. Og þú veizt, að þú ert hans, Guðs barn, eilíflega eign og vinur og bróðir hans. Ég hefi dirfzt að tala um heilagan leynd- ardóm. Almáttugur Guð gefi, að það auki þér djörfung til þess að leita Drottins og styrki þig til þess að finna frelsara þinn. Kom þú, ó maður, og fagnaðu frelsinu lýða, flýttu þér öruggur Drottins í armana blíða. Heit honum trú, hjarta þitt gef honum nú, lát hann ei lengur þín bíða. Gleðileg jól í Frelsarans Jesú nafni. Amen.

x

Jólaklukkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.