Jólaklukkur - 01.12.1943, Page 11

Jólaklukkur - 01.12.1943, Page 11
JÓLAKLUKKUR 9 Ólafur Ólafsson, kristniboði: Hvernig Ljó Dá Sheng ct „Jesús sagði við þá: Komið og fylgið mér, og mun ég láta yður verða mannaveiðara“. Ljó Dá Sheng heitir einn áhrifamesti vakningaprédikari Kínverja. Hann hefir verið mjög eftirsóttur. Því hefir hann ferð- ast um mörg héröð og náð til ákaflega margra landa sinna með fagnaðarerindið. Áhrfin af starfi hans hafa alls staðar orð- ið hin sömu: Einstaklingar snúizt til lif- andi trúar og og heilir söfnuðir endurnýj- azt. Jafnhliða því, að vera ferðaprédikari, hefir Ljó Dá Sheng verið safnaðarforstöðu- fyrir sig einn daginn í Berlín, heyrði ég Norðmenn og Svía biðja sem beztu bræður, biðja um frið og blessun beggja landa, biðja fyrir ríkisstjórnum á vixl og biðja umfram allt um, að bróðurást trúaðra manna beggja megin landamæra héldist um aldur. Vafalaust hefir þeim þó öllum verið vel kunnugt um erfiðleika sambúðarinnar heima fyrir. í Norðmannahópnum var í. d. dóttir Knudsens kirkjumálaráðherra í „skilnaðarstjórninni". Og margir mennta- menn voru þarna frá báðum löndunum. — Þessi bænastund hefir oft komið mér í hug, er ég hefi séð eða heyrt ágæta sam- búð Svía og Norðmanna eftir skilnað ríkj- anna. Og mér var hún einnig sem fagurt bergmál frá trúarvakningunni, sem ég hafði séð í Noregi. Sigurbjörn Á. Gíslason. maður og eftirlitsmaður eða biskup allra safnaðanna í trúboðsumdæmi Kínasam- bandsins norska. Þótt ástæða hefði verið til þess að segja frá starfi hans, ætla ég að meta annað meira. Hann hefir nefnilega sjálfur sagt frá því hvernig hann ávannst Kristi. Þeirri frásögu hefi ég snúið á íslenzku. Hún gefur ofurlitla hugmynd um raunverulega líðan heiðingjanna, — neyð guðvana og von- lausra manna. Við sjáum, að því fer fjarri, sem ófróðir og óvinveittir menn halda, að kristniboðarnir séu að þröngva upp á heið- ingjana úreltum kenningum. Þeir eru að ávinna hjörtu þeirra fyrir Krist, hjálpa þeim yfir frá myrkri til ljóss. Sírætakapellan Hér á landi eru víst engir samkomustað- ir, er hægt sé að líkja við strætakapellur kristniboðsins í Kína. Þær standa ævinlega við fjölfarnar götur, og snýr hliðarveggur að götunni. Veggurinn er gerður úr laus- um borðum, sem eru reist upp á endann og felld saman í grópum uppi og niðri, en eru tekin niður, þegar haldnar eru trúboðs- samkomur, sem oft stendur yfir allan dag- inn, frá morgni til kvölds. Strætakapellan blasir við vegfarendum eins og opinn faðmur. Á veggnum ,and- spænis þeim, sem inn koma, stendur skrif- að með stórum kínverskum leturmyndum: „Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yð- ur hvíld“. Og allt í kring eru veggirnir

x

Jólaklukkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.