Jólaklukkur - 01.12.1943, Blaðsíða 12

Jólaklukkur - 01.12.1943, Blaðsíða 12
10 JÓLAKLUKKUR prýddir með skrautrituðum ritningarstöð- um og stórum biblíumyndum. Hér prédika til skiptis kínverskir og út- lendir trúboðar, sem sagt allan daginn, en syngja inn á milli og tala við einstaklinga, sem einhvers hafa að spyrja. Fólk af öllum stéttum og á öllum aldri kemur og fer, við- stöðulítið, jafnt á meðan verið er að tala og öðrum stundum. Oft kemur það þó fyrir, að bekkirnir fyllast hljóðlátum tilheyr- endum, og að sama fólkið kemur dag eft- ir dag, — og ávinnast sumir þannig fyrir Krist. Þetta starf er líkast því, þegar net er lagt í sjó, í fullkominni óvissu um, hver fengurinn muni verða. Stundum er eins og að því séu tímamót. Það geta liðið svo ár, að fáir eða engir taki sinnaskiptum. Öör- um stundum koma heiðingjarnir í hópum, heilar fjölskyldur eða jafnvel þorp, og biðja um tilsögn í kristnum fræðum. En hvað sem því líður, þá hefir starfinu verið haldið áfram. Og margur gullfiskur- inn hefir komið í netin, þegar dauflegast horfði. Frá myrkri til Ijóss Ljó Dá Sheng er fæddur og uppalinn á heiðnu heimili. Föður sinn missti hann 14 ára gamall. Móðir hans var skurgoða- dýrkandi mikill, og varð hann fyrir tals- verðum trúarlegum áhrifum frá henni. — Alþýðan í Kína blandar þrennum trúar- brögðum saman, Dá-, Konfúsíusar- og Búddatrú, en kann ekki skil á þeim hverj- um fyrir sig. Við gefum nú Ljó Dá Sheng orðið: Um tvítugt veiktist ég alvarlega. Eftir það sótti á mig þunglyndi. Ég sá ekki nema illt eitt í tilverunni. Samvizkan áklagaði mig. Ég var nær við að örvænta og þráði dauðann. Það var aðeins vegna móður minnar, sem ég elskaði, að ég ekki framdi sjálfsmorð. En ég var staðráðinn í að drýgja þá hræðilegu synd, strax að henni látinni. — Þannig liðu tvö ár. Ég fór oft einförum og var ekki mönnum sinnandi. Einu sinni sem oftar var ég hugsuuar- laust á reiki um göturnar í Lushan. Þegar ég rankaði við mér, stóð ég fyrir utan dyr nýrrar kristniboðsstöðvar. Ég fór þar inn í strætakapellu. Gamall trúboði prédikaði þar og seldi bækur. Það, sem hann sagði, fannst mér svo óvenjulegt, að ég fylltist löngun eftir að heyra meira. Ég skrapp heim og borðaði, en fór svo straks aftur til kristniboðsstöðvarinnar. Þrisvar, þenna sama dag, hlustaði ég á boðun fagnaðar- erindisins. Og ég hugsaði með sjálfum mér: Þetta er bezti staður í veröldinni. Þenna boðskap fær maður hvergi annars staðar að heyra. Upp frá því fór ég á hverjum degi að hlusta á prédikun Guðs orðs. Þegar ég fyrsta sinni heyrði beðið, varð ég frá mér numinn yfir að vera þannig í návist lif- anda Guðs. Er ég kom heim aftur, bað ég til Guðs einn, en skalf af hræðslu. Síðan bað ég í hvert skipti, þegar ég kom heim af samkomu. Þessu hélt áfram um þriggja mánaða tíma. Ég ákvað þá að læra kristin fræði, keypti mér bækur og gaf mig fram við kristni- boðann, — Knút Samset.* Ég gekk til hans daglega um langan tíma. Nokkru síðar var ég á kristilegu móti og leið mun betur eftir það. Ég hafði nú sannfærzt um, að ég hafði fundið hinn sanna veg til lífsins. Nú hafði ég fengið eitthvað að lifa fyrir. Hjá mér *) Norskur kristniboði. Starfaði í Kína í yfir 30 ár og varð þar píslarvottur. Var 2 síðustu árin á sömu stöð og Ólafur Ólafs- son.

x

Jólaklukkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.