Jólaklukkur - 01.12.1943, Side 18
16
J ÓLAKLUKKUR
Skírteini úr skóla Drottins
Eftir séra þorstein Briem
Fyrir 23 árum var ég við guðsþjónustu
á hafskipi. Voru þar samankomnir menn
af þrem þjóðum. Menn höfðu ekki sálma-
bækur. Varð því að velja sálm, er allir
kynnu utan bókar og gætu sungið, hver á
sinni móðurtungu. Það kom í ljós, að þar
var um einn sálm að ræða, sálminn: Ó, þá
náð að eiga Jesúm.
Mörgum er sá sálmur hjartfólgin. Þó
hygg ég að engri þjóð sé hann betur kunn-
ur en íslendingum. Veldur þýðing Matt-
híasar þar ef til vill miklu um.
En hver er frumhöfundur sálmsins?
Sálmurinn er ekki gamall. Hann kom fyrst
á prent árið 1865, þegar séra Matthías stóð
á þrítugu. Matthías mun hafa þýtt sálm-
inn, áður en hann fer að Odda vorið 1881.
En þá munu ekki nema tveir menn hafa
vitað um frumhöfundinn — hann sjálfur
og móðir hans, ef hún hefur þá verið á
lífi.
En sálmurinn hafði komizt í nokkur
sálmasöfn, sennilega í fyrstu frá móður
skáldsins.
Árið 1875 var I. D. Sankey, — söngvar-
inn frægi, samverkamaður Moody, hins
nafnkunna prédikara, — að undirbúa
fyrsta sálmasafn sitt. (Gospel Hymns nr.
1). Komst hann þá af hendingu yfir óinn-
bundið smákver með nokkrum sunnudaga-
skólasöngvum. Þar rakst hann á sálminn.
Var hann þar eignaður skozka sálmaskáld-
inu Horatius Bonar, (er orkti meðal ann-
ars sálminn: Ég heyrði Jesú hinmneskt
orð). Eignaði Sankey því honum sálminn
í söngvasafni sínu. En síðar tjáði H. Bonar
útgefendunum að sálmurinn væri ekki eft-
ir sig og að sér væri ókunnugt um höfund
hans.
Sex eða sjö árum síðar vitnaðist af hend-
ingu um höfundinn.
í bænum Port Hope, eða Vonarhöfn við
Ontario-vatnið í Canada, lá aldraður mað-
ur sjúkur. Hjúkrunarkona stundaði hann
í legunni. Dag nokkurn kemur hún auga
á seðil í bókum hans, og er þar á sálmur-
inn með hendi sjúklingsins. Hún les sálm-
inn og verður hugfangin. „Hver hefur orkt
þetta?“ spurði hún. Sjúklingurinn kvaðst
hafa gert sálminn móður sinni til hugg-
unar í mikilli sorg. „En ég ætlaðist ekki til
þess, að neinn annar sæi hann,“ bætti
hann við.
Nokkru síðar heimsótti góður granni
sjúklinginn og innti eftir, hvort satt væri,
að hann hefði orkt sálminn. „Drottinn og
ég gerðum hann í sameiningu,“ svaraði
hann.
Hver var þessi aldraði maður?
Hann hét Jósef Scriven. og hefir nafn
hans síðan frægt orðið vegna sálmsins.
Jósef Scriven var að vísu maður að góðu
kunnur meðal samborgara sinna, en aldrei
mundi hans að neinu hafa verið getið ut-
an dvalarborgarinnar, ef sálmurinn hefði
ekki komið til.
Ekki hefir hann, svo kunnugt sé, látið
neitt ritað eftir sig, annað en þenna eina
sálm. En þúsundir manna hafa komizt
nær Kristi og öðlazt kjark í sorg og á-
hyggjum við þenna innilega og einfalda
sálm,“ segir Sankey í minningum sínum.