Jólaklukkur - 01.12.1943, Page 20

Jólaklukkur - 01.12.1943, Page 20
18 JÓLAKLUKKUR tóku í Jerúsalem á þeim tíma, sem hún dvaldi þar; en það er talið hafa verið á tímabilinu 380—400. 1. Innritun hinna hæfu. Ennfremur verð ég að rita um, hversu þeir eru fræddir, sem skírðir eru á páskum. Þeir, sem vilja láta innrita sig, leggja inn nöfn sín sunnudaginn næstan fyrir föstu- inngang og presturinn innfærir nöfn þeirra allra. Og þegar prestur hefir inn- ritað nöfn þeirra, þá er stóll biskups sett- ur í miðja stóru kirkjuna, þ. e. píslarvotta- kirkjuna, prestar sitja á stólum til beggja handa honum, en klerkar allir standa. (Klerkar eru djáknar, lesarar og dyraverð- ir). Því næst eru þeir innrituðu leiddir inn einn og einn í senn. Séu það karlar, eru feður þeirra með þeim, en séu það konur, eru mæður þeirra með. Þá spyr biskup ná- granna hvers þeirra um sig, sem inn eru leiddir og segir: „Lifir þessi maður góðu líferni, er hann hlýðinn foreldrum sínum, er hann hvorki vínhneigður né óheill?“ Auk þessa spyr hann um ýmsa aðra alvar- lega lesti. Pinni hann manninn vítalausan um alla þá hluti, ritar hann nafn hans niður eigin hendi. En sé hann ákærður um nokkurt mál, býður biskup honum út að ganga og segir: „Látið hann betra sig og þegar hann hefur betrazt, þá látið hann koma til endurfæðingarlaugarinnar“. Á sama hátt yfirheyrir hann konur. En sé einhver ókunnugur, kemst hann ekki svo auðveldlega til skírnarinnar, nema hann hafi vitnisburði kunnugra (þ. e. úr söfn- uðinum). 2. Trúfræðslan. Um þetta verð ég einnig að rita, virðu- legu systur, svo að þér haldið ekki, að þess- ir hlutir séu gerðir út í bláinn. Venjan hér er sú, að þeir, sem til skírnar koma, fasta í 40 daga, en fyrst eru þeir prímsigndir af klerkunum snemma dags, jafnskjótt og morgunmessunni er lokið. Strax á eftir (prímsigninguna) er stóll biskups settur í hina stóru kirkju og allir, sem eiga að skír- ast, sitja nærri biskupi, karlar og konur, einnig standa þar feður þeirra og mæður. Ennfremur koma allir, sem óska að hlýða á, og setjast inni í kirkjunni — þó aðeins trúaðir, því engir aðrir koma þar, sem biskup kennir lögmálið. Hann byrjar á Fyrstu Mósebók og fer síðan gegnum allar ritningarnar. Fyrst skýrir hann þær bók- staflega og síðan þýðir hann þær andlega. Einnig er þeim kennt um upprisuna og sömuleiðis viðvíkjandi trúnni á þessum 40 dögum. Þetta kallast trúfræðsla. 3. Trúarjátningin. Þegar fimm vikur voru fullnaðar frá þeim tíma, er trúfræðslan hófst, var þeim kennd trúarjátningin. Eins og biskup út- skýrði ritningarnar, svo útskýrir hann og trúarjátninguna, hverja grein hennar, fyrst bókstaflega og síðan andlega. Á þenna hátt fara allir trúaðir á þessum slóðum gegnum allar ritningarnar í kirkjunni, að svo miklu leyti sem þær eru allar kenndar á þessum 40 dögum frá fyrstu stund til hinnar þriðju (þ. e. frá kl. 6 til 9 árdegis), því að fræðslan stendur þrjár stundir. — eftir að lokið er fræðslu- stundinni, er biskupi fylgt með sálmasöng til grafarkirkjunnar. (Grafarkirkja nefn- ist nú sú kirkj a, sem reist var á gröf Krists, en í þann tíð kallaðist hún upprisukirkja). Þannig eru þeir fræddir þrjár stundir á dag í sjö vikur, en áttundu vikuna, hina svo kölluðu miklu viku, er enginn tími til þessa, vegna þess, sem frá er skýrt að framan. (Það, sem hér er átt við, eru mess- ur þær og göngur, sem fram fara alla daga kyrru viku. Eru þá hinir ýmsu staðir, sem snerta píslarsögu Drottins, í Jerúsalem og

x

Jólaklukkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.