Jólaklukkur - 01.12.1943, Qupperneq 21

Jólaklukkur - 01.12.1943, Qupperneq 21
JÓLAKLUKKUR 19 nágrenni hennar, heimsóttir með bæna- haldi og messugjörðum). 4. Yfirheyrslan. Þegar hinar sjö vikur eru liðnar og eftir er sú vika, sem þeir hér kalla vikuna miklu (kyrra vika), þá kemur biskup árla dags inn í hina miklu kirkju, og er stóll fyrir hann settur inni í kórhvelfingunni á bak við altarið. Þar koma trúnemarnir fram fyrir hann einn og einn í senn, sveinar nieð feðrum sínum og meyjar með mæðr- um, og mæla fram trúarjátninguna fyrir biskupi. Þegar því er lokið ávarpar biskup þá alla og mælir svo: „Á þessum 7 vikum hefur yður verið kennt allt lögmálið og Ritningarnar. Einnig hafið þér heyrt um trúna, upprisu holdsins og alla lærdóma trúarjátningarinnar, svo framt sem þér megið, meðan þér aðeins eruð trúnemar. En kenninguna um hina dýpri leyndar- dóma, þ. e. um skírnina, fáið þér ekki með- tekið, meðan þér enn eruð trúnemar. En svo að þér ekki skulið halda, að nokkuð sé framið án réttra raka, þá munuð þér, er þér hafið skírðir verið í nafni Guðs, fá fræðslu um skírnina í grafarkirkjunni eftir messuna á hinum 8 páskadögum. En meðan þér enn eruð trúnemar, verður yð- ur ekki sagt frá hinum huldari leyndar- dómum Guðs.“ (Um kyrruviku hafa trúnemar eflaust fylgzt með helgiathöfnum kirkjunnar, að svo miklu leyti, sem þeim leyfðist það, en við altarissakramenti mátti enginn óskírð- ur vera. Eþería segir ekki frá skírnarat- höfninni sjálfri, en aðrir rithöfundar frá sama tíma hafa gert það, og er líklegt að hún hafi verið með mjög líkum hætti í ýmsum löndum á þeim tíma. Skírnin fór fram á laugardaginn fyrir páska með mik- illi viðhöfn með tilheyrandi bænahaldi og biblíulestri alla páskanótt og endaði með páskamessunni í dögun á páskadagsmorg- un. Þá fengu hinir nýskírðu í fyrsta sinni á ævinni að vera viðstaddir heilaga kvöld- máltíð og taka þátt í henni. Þessa nótt vöktu allir kristnir menn i fornkirkjunni). 5. Fræðslan um leyndardómana. En er páskadagarnir koma, þ. e. hinir átta dagar frá páskadegi til átta dags hans (1. sunnudags eftir páska) ganga menn (daglega) með sálmasöng í messulok til grafarkirkjunnar. Þar er bæn flutt og hinir trúuðu blessaðir. Biskup stendur upp við hinar innri grindur í helli kirkjunnar og útskýrir allt, sem gert er í skírninni. Á þeim tíma kemur enginn trúnemi í kirkj- una, heldur eingöngu hinir nýskírðu og hinir trúuðu, sem vilja heyra um leyndar- dómana; dyrum er lokað, svo að enginn ó- skírður skuli nærri koma. Og þegar bisk- up ræðir og framsetur hvert atriði, kveða fagnaðaróp þeirra, sem á hlýða, svo hátt, að þau heyrast út fyrir kirkjuna. Og vissulega eru leyndardómarnir svo aug- lýstir, að enginn er óhrærður af þeim hiut- um, sem hann heyrir útskýrða. Guð gjörðisí maður. Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, var að koma í heiminn. Hann var i heiminum og heimurinn var orðinn til fyrir hann, og heimurinn þekkti hann ekki. Hann kom til eignar sinnar, og hans eigin menn tóku ekki við honum. En öll- um þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn: þeim, sem trúa á nafn hans, sem ekki eru af blóði né af holds vilja, heldur af Guði getnir. Og orðið varð hold, og hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dyrð, sem eingetins sonar frá föður. (Jóhs. 1, 9—14).

x

Jólaklukkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.