Jólaklukkur - 01.12.1943, Page 23
21
_____________JÓLAKLUKKUR
/ t
Olafur Olafsson, krístniboðí
^iudson
cr
i aylor
Eitt mesta afrekið, sem unnið hefir ver-
ið á sviði frjálsrar kristilegrar starfsvið-
leitni, stendur í sambandi við stofnun
„Upplandatrúboðsins í Kína.“ Helztu töl-
urnar í ársskýrslu þess 1940, gefa nokkra
hugmynd um það, en þær eru þessar:
Kristniboðar 1314.
Kínverskir samverkamenn 4412.
Kristniboðsstöðvar 371; útstöðvar 2491.
Skólar 277 með 7887 nemendum.
Sunnudagaskólar 429 með 18347 nemendum.
Sjúkrahús 15; lækningastofur 81.
Safnaðarmeðlimir 108610.
Skírðir á því eina ári 9364.
Hudson Taylor, stofnandi „Upplanda-
trúboðsins í Kína“, fæddist árið 1832 í
iðnaðarborginni Barnsley á N.-Englandi.
Foreldrar hans helguðu hann Guði og
báðu þess þá þegar, að hann mætti verða
kristniboði í Kína. Því meira hryggðarefni
var þeim það, hve heilsuveill hann var öll
uppvaxtarárin og að hann þegar á ung-
lingsaldri lenti í veraldlegum félagsskap
°g glataði barnatrú sinni.
Dag einn í júnímánuði 1849 var Hudson
Taylor einn heima. Hann leitaði eftir ein-
bverju að lesa í bókahillum föður síns,
en fann ekkert, sem honum gazt að. Á
saumaborði móður hans lá smárit. Hann
tók það og las.
En í sama mund var móðir hans 1 heim-
sókn hjá ættingja sínum í 10 mílna fjar-
Isegð og lá þar á hjánum í bæn fyrir
drengnum sínum. Það kom að henni ó-
hiótstæðilega, að hún yrði að biðja fyrir
honum. Og hún stóð ekki upp frá bæninni
fyrr en vissa var fengin fyrir því, að hún
var heyrð.
Heima sat drengurinn hennar og las um
„Fullkomnað verk Krists.“ „Hvað var full-
komnað?“ — fór Hudson Taylor að hugsa.
„Hjálpræði mitt er fullkomnað. Hvað á
ég þá að gera? Viðurkenna það og þakka.“
— Þetta allt vissi hann áður. En nú með-
tók hann það í trú. Sú nýja reynsla fyllti
hann gleði og gerbreytti viðhorfi hans til
lífsins.
Þrem árum síðar, er Hudson Taylor kom-
inn til Hull, verzlunar- og siglingaborg-
arinnar miklu við Norðursjó. Hann gekk
þar í skóla hjá trúuðum lækni og bjó sig
undir að fara til Kína sem lækningatrú-
boði. Hann vildi fara að dæmi Jesú, lækna
bæði líkama manna og sál.
„Maður verður ekki kristniboði fyrir það
eitt, að sigla til Kína,“ var hann vanur
að segja.
Þess vegna gekk hann í þennan skóla
og notaði jafnvel hvert tækifæri til að gera
gott og vitna um náð Drottins.
Hann tamdi sér sjálfsafneitun, hélt til
í fátæklegasta hverfi borgarinnar og var
afar sparneytinn. Hann hefði getað feng-
ið nóga peninga frá föður sínum. En hann
þurfti að venjast nægjusemi, sem kristni-
boði átti að vera.
Hann tamdi sér að treysta Guði. Einu
sinni gaf hann fátækri fjölskyldu sinn
síðasta eyri og átti þá ekkert sjálfur til
að kaupa mat fyrir. Daginn eftir barst
honum sending. í henni voru einir hanzk-
ar og dálítil peningaupphæð. „400% fyr-