Jólaklukkur - 01.12.1943, Blaðsíða 24

Jólaklukkur - 01.12.1943, Blaðsíða 24
22 JÓLAKLUKKUR ir 12 tíma lán,“ varð honum að orði. Hann fékk það oft að reyna síðar, að óhætt er að fela Guði hag sinn. Hann varð mikili bænarinnar maður, enda treysti hann Guðs orði fullkomlega. Það bar fyrr að en búizt hafði verið við, að Hudson Taylor færi til Kína. í S.-Kína byrjaði árið 1850 uppreist gegn keisarastjórninni (Taiping-uppreistin svo- neínda) og útbreiddist með þeim ofsahraða, að eftir skamman tíma hafði hún helming landsins á valdi sínu. Merkilegast við upp- reist þessa var þó það, að forvígismenn hennar töldu sig vera kristna. Pyrsta verk sitt létu þeir það vera á hverjum nýjum stað, sem þeir tóku, að knosa skurðgoðin og dreifa út biblíuritum í tugþúsundatali. Kristniboðarnir á Englandi og víðar fóru nú að gera sér vonir um, að Kína mundi verða kristnað á tiltölulega skömmum tíma af Kínverjum sjálfum. Hudson Taylor varð svo hrifinn af þessum nýju, stórkostlegu möguleikum til aukins kristniboðsstarfs, að hann hætti námi og fór til Kína haustið 1853, löngu áður en áætlað var. En þegar þangað kom, biðu hans mikil vonbrigði. Úr öllum áttum bárust mikil og ill tíðindi: Stríð í Evrópu, milli Vesturveld- anna og Rússlands. í Kína ríkti ægileg upplausn, stríð, morð, og brunar. Forvígis- menn uppreistarinnar fóru gjörsamlega villtir vega, myrtu menn, rændu og lifðu eins siðspilltu lífi og verstu heiðingjar, enda höfðu þeir aldrei þekkt kristindóminn nema af afspurn. Sex ár dvaldi Hudson Taylor í Kína. Hann kvæntist þar enskum kventrúboða, hinni ágætustu konu. Þau lærðu málið, en sáu lítinn árangur starfs síns, enda gátu aðstæðurnar naumast erfiðari verið. Kristniboðsvinir á Englandi reyndust þess ekki megnugir að kosta þau til starfs, svo að þau neyddust til að fara heim og yfir- gefa starf sitt í Kína að svo stöddu. Og þá var heilsa Hudson Taylors svo bág orðin, að læknar sögðu honum, að tilgangslaust væri, að hann hugsaði sér að fara til Kína aftur. Heima á Englandi hélt nú Hudson Taylor læknanáminu áfram; og jafnframt vann hann að þýðingu Ritningarinnar á kín- versku. Kína gat hann ekki gleymt. Hann hafði séð neyðina, neyð heiðingjanna, og skildi miklu betur en áður aðkallandi nauðsyn þess, að það yrði ekki látið dragast lengur að flytja þeim fagnaðarerindið. Sú hugsun lét hann aldrei í friði, að daglega hurfu þúsundir sálna inn í eilífðina án þess að hafa heyrt um Krist. Köllun sinni gat hann heldur ekki gleymt. Þegar það fréttist, árið 1864, að friður og spekt væri aftur komin á í Kína, og að útlendingum væri heimilt að búsetja sig hvar sem vera skyldi í landinu,*) þá heyrði hann aftur kallið, skýrara en nokkru sinni fyrr: „Þú átt að fara!“ — En var nokkurt vit í því fyrir heilsulausan og félausan mann? Hann hafði þegar gert hverja tilraunina á fætur annari til þess að fá ensk kristniboðsfélög til að byrja starf í upplöndum Kína, en ekkert þeirra var fáanlegt til þess. Sunnudaginn 25. júní 1865 var Hudson Taylor einn á reiki í fjörunni hjá baðstaðn- um Brighton á Suður-Englandi. Hann vissi að borgarbúar voru um það bil að fara í kirkju. En honum fannst hann ekkert eiga saman við þetta kærulausa kristna fólk *) Til þess tíma hafði kínverska stjómin leyft útlendingum viðskipti í 5 stærstu hafnarborgun- um aðeins; út fyrir þær máttu þeir ekki stíga. fæti.

x

Jólaklukkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.