Jólaklukkur - 01.12.1943, Page 27
JÓLAKLUKKUR
25
hann þess ekki. Hann kom skálmandi eftir
götunni, léttur á fæti og blístraði einhverja
lagleysu fyrir munni sér. Stuttu seinna
kom Einar drattandi eftir götunni, já hann
drattaðist aðeins áfram.
„Nei, sjáið þið nú farlama gamalmenn-
ið,“ hrópaði Steini upp yfir sig og hló við.
Strákarnir tóku undir. Steini þreif í öxl-
ina á Einari.
„Svona, piltur minn, það er meir en tími
kominn til fyrir þig að vakna,“ hann
hækkaði röddina. „Halló, Einar, þú ert
kominn upp í skóla.“
Það kvað við almennur hlátur, og margir
hópuðust í kringum þá.
„Láttu mig vera, Steini,“ sagði Einar um
leið og hann snéri sér hægt úr höndum
hans og læddist þegjandi inn í bekk.
Prófin gengu frekar vel hjá öllum, nema
þá helzt Einari; hann sagði hverja vit-
leysuna á fætur annarri, aldrei slíku van-
ur. Til dæmis í landafræði hélt hann því
fram, að Liverpool væri verzlunarborg í
Þýzkalandi, og þrátt fyrir margítrekaðar
tilraunir kennarans, þá áttaði Einar sig
ekki fyrr en seint og síðarmeir.
Það var því ekki nema eðlilegt, að Steini
væri ánægður að skólanum loknum, því
nú var það víst, að hann hafði komizt upp
fyrir Einar, en það var óþekkt fyrirbrigði
áður.
Þegar hópurinn kom út á götuna, gekk
Steini til Einars og sagði honum frá því,
a® nýjustu fregnir hermdu, að Liverpool
væri komin til Grænlands. Þetta þótti hin-
um drengjunum sniðuglega sagt og hentu
gaman að. En Einar leit snöggt á Steina,
°g þá sá Steini að tár blikuðu í augum
hans. Þá fann Steini til nístandi samvizku-
bits yfir því, sem hann hafði sagt í gá-
leysi sínu. Hvenær myndi hann læra að
venja sig af fljótfærni sinni? Þennan þorp-
araskap varð hann að bæta fyrir.
Steini fékk ekki lengri tíma til umhugs-
unar um að bæta framkomu sína, því hann
fékk bylmingshögg á vangann með flötum
lófa Einars. Þá blossaði reiðin upp í Steina
og þeir ruku saman í ofsareiði. Gamli
jakkinn hans Einars þoldi ekki svona fjör-
ugar sviptingar og rifnaði allur í hengla.
Loksins voru þeir skildir. Þá hljóp Einar
í burtu og byrgði höndunum fyrir and-
litið.
„Ertu skælandi, dóninn, fjórtán ára
gamall, hvílíkur aumingi,“ hrópuðu pilt-
arnir á eftir honum.
Klukkan var að verða átta á aðfanga-
dagskvöld og fyrir löngu búið að kveikja
á jólatrénu á læknisheimilinu. Læknir-
inn var enn ekki kominn heim frá störf-
um sínum. Læknisfrúin beið með kvöld-
verðinn, og Steini og tvær yngri systur
hans biðu líka, því að aldrei var jólaböggl-
unum útbýtt, fyrr en faðir þeirra var kom-
inn heim, búinn að hafa fataskipti og
fjölskyldan hafði matazt.. Nú var hver
mínúta talin með óþreyju. Það var bara
eitt, sem skyggði á jólagleði Steina, og það
var endurminningin um viðskipti hans við
Einar daginn áður.
Loksins kom sú langþráða stund, að
hurðin opnaðist og læknirinn kom inn.
Krakkarnir hlupu upp um hálsinn á hon-
um og óskuðu honum gleðilegra jóla.
Læknirinn bað konu sina að koma fram
og tala við sig. Eftir langan tíma kom hann
aftur og sagði Steina að koma með sér
inn á skrifstofu. Hann sagði systrunum að
bíða í stofunni á meðan og fara ekki fram.
Steini sá, að pabbi hans var þungur á
brúnina og varð hálf smeikur.
„Fáðu þér sæti, drengur,“ sagði læknir-
inn snöggt. Sjálfur settist hann andspæn-
is Steina og horfði hvasst í augu hans.
„Jæja, drengur, þú veizt víst, hvaða kvöld
er í kvöld?“ Jú, Steini vissi það.