Jólaklukkur - 01.12.1943, Qupperneq 30
anáð (Samtöl)
Systkinin í Skarði komu bæði heim í
jólaleyfinu. Þau höfðu stundað nám í
Reykjavík. Þetta var fyrsti 'veturinn þeirra
utan heimilis, og Björn átti marga eftir,
ef allt færi svo, sem ætlað var; hann átti
að verða prestur. Bæði hafði langað heim
um jólin, en einkum Björn. Sigríður virt-
ist þó ekkert hlakka til jólanna og var sem
henni væri um og ó að vera heima um
hátíðina.
Hjónin í Skarði, Sigurður ng Guðrún,
fögnuðu börnunum. Þau höfðu bæði sakn-
að þeirra, þótt ekki væri tíminn langur.
Nú sátu þau öll saman við borðið.
„Vilt þú ekki biðja, Bjössi minn?“ sagði
húsfreyjan, áður en þau tækju til matar
síns.
„Nei, hún Sigga gerir það,“ svaraði
Bjössi. Þau litu öll á Bjössa. Þau áttu ekki
von á þessu svari. Sigríður bað, og var nú
tekið að matast.
„Hvers vegna vildir þú ekki biðja,
Bjössi?“ spurði systir hans.
„Ég er hættur að biðja,“ svaraði bróðir
hennar hikandi. Hann horfði á þau öll til
skiptis vandræðalegur á svip. Öllum varð
þeim illt við. Móðir hans bar höndina upp
að brjóstinu. Faðir hans horfði fast á
hann. Sigríður leit á foreldra sína og sagði:
„Þetta grunaði mig. Ég hef nú ekki haft
mikið saman við hann að sælda í vetur.
En alltaf hef ég reynt að fá hann með mér
á samkomur og aldrei tekizt.“
Björn beið þess, að pabbi eða mamma
segðu eitthvað. En það varð ekki. Þau
horfðu á bæði börnin sín með þeim svip,
er lýsti bæði vonbrigðum og djúpri hryggð.
Birni fannst hann yrði að segja eitthvað
sér til málsbóta.
„Ég skal segja ykkur nokkuð. Það er
ekki einn einasti í mínum bekk í skólan-
um, sem trúir því, að Guð sé til.“
„Og þar er ert þú einn með“, sagði syst-
ir hans.
„Já, og Óli prests líka,“ svaraði Björn.
eins og til að styrkja sinn málstað.
„Svona eiga þá jólin okkar að verða í
þetta sinn,“ sagði móðir hans.
„Svona hvernig? Það er nú hægt að
halda jól og gleðjast með fleiru en bæna-
haldi og kirkjuferðum,“ sagði Björn. „Þeir
héldu líka jól, forfeður vorir, þótt heiðnir
væru. Ég skal segja ykkur það. Jólin eru
miklu eldri en kristnin. Það eru kristnir
menn, sem hafa breytt jólahaldinu í trú-
arhátíð."
„Já, þetta er alveg rétt, sem Björn seg-
ir. Ég er enginn guðleysingi, en það er mér
ljóst, að jólin eru heiðin hátíð, og hvergi
er það fyrirskipað í Biblíunni að halda
jól,“ sagði Sigríður. Hún talaði mjög á-
kveðið og horfði fast á foreldra sína.
„Satt er það, dóttir góð,“ sagði faðir
hennar, „en margt er það fleira hjá okk-
ur en jólahaldið, sem ekki er boðið i Biblí-