Jólaklukkur - 01.12.1943, Síða 31

Jólaklukkur - 01.12.1943, Síða 31
JÓLAKLUKKUR 29 unni, og mættum við leggja margt niður, ef í það væri farið.“ „Pabbi, ert þú svona? Ég hélt þó að þú tryðir Biblíunni. Það eruð þið mamma, sem hafið kennt mér, að Biblían sé orð Guðs. Ertu hættur að trúa því?“ „Nei, vina mín, því er ég ekki hættur. En veiztu þá ekki, að við erum ekki undir lögmáli, heldur undir náð? Við verðum ekki hólpinn fyrir lögmálið." „Jú, það er nú einmitt það, sem ég veit. En hvað er lögmál, ef ekki þessar föstu venjur eins og jólahaldið, sem ekki má út af bregða? Eða þá t. d. prestarnir. Heldur þú, að postularnir hafi verið í hempu og rykkilíni með hökul, farið fyrir altari, tón- að og allt eftir þessu? Nei, og aftur nei, þetta nefnir Nýja testamentið hvergi. Þá eigum við að sleppa því, ef við viljum telj- ast vera undir nýja sáttmálanum. Hvað segir ekki Páll postuli í Galatabréfinu: „Þér hafið gætur á dögum og mánuðum og tiðum og árum. Ég er hræddur um yður.“ Sigríður horfði nú enn fastar á foreldra sína en áður og virtist hafa fastráðið með sér að vinna málið. Móðir hennar draup höfði; varir hennar bærðust. Sigurður bóndi leit beint í augun á dóttur sinni. Það var ekki hvasst og stingandi augnaráð, heldur milt og ljúflegt. „Ég er hræddur um þig, dóttir mín. Þú naisskilur alveg postulann. Þú virðist hafa flækzt í lögmálsfjötur, þó ekki með sama hætti og Galatamenn, heldur öndvert við þá. Þeir höfðu gætur á hátíðum og fleiru, °g óttuðust, að þeir færu á mis við hnoss- ið. ef þeir vanræktu þær. Þú hefur gætur á jólunum og óttast, að þau ræni þig hnossinu, ef þú rækir þau, af því að þau eru ekki fyrirskipuð í því lögmáli, sem þú ert undir. Gættu að þér, vina mín; lögmál- ið deyðir. Taktu þig til í dag og lestu vand- lega Galatabréfið. Þá held ég þú hljótir að sjá þetta.“ „Mér finnst þú ættir heldur að láta Bjössa bróður lesa eitthvað sér til sálu- bóta,“ svaraði Sigríður. „Lest þú 14. og 53. sálm Davíðs, Bjössi minn.“ „Það skal ég gera,“ sagði Bjössi, „en hjálpa þú mömmu við jólabaksturinn í dag. Við ættum að gera allt, sem við getum til þess, að jólin verði hátíðleg.“ „Þér ferst,“ svaraði hún. „Ég skal hjálpa mömmu í einhverju, en jólahaldið læt ég mig engu skipta.“ Þau stóðu upp frá máltíðinni. Sigurður fór til starfa sinna. Bjössi fór inn í stofu og náði sér í Biblíu. Mæðgurnar fóru að þvo upp og hreinsa eftir matinn. „Þú hrærir nú fyrir mig jólaköku á eftir, Sigga mín,“ sagði móðir hennar, meðan þær voru að þessu. „Jólaköku," tók Sigríður upp aftur. „Ekki nema það þó! Skrítið er þetta jóla- hald. Það gengur ekki á öðru en áti: jóla- kökur, hangikjöt og......“ „Sigga mín, vertu nú væna stúlkan, eins og þú hefir verið. Gerðu þetta fyrir mig og slepptu þessum athugasemdum. — Meg- um við ekki halda jól, til minningar um frelsarann, sem fæddist í Betlehem?" „Við eigum að minnast hans alltaf. Það á að vera óslitin hátíð í hjörtum okkar, árið um kring.“ „Já, það er alveg rétt, vina mín, og eins er það um kökurnar. Jólakökur borðum við árið um kring, en berum mest í þær um jólin.“ „Er það vizka!“ sagði Sigríður, en fann þó jafn skjótt, að svona á ekki dóttir að tala við móður sína. Talið féll niður. Sigríður lauk við uppþvottinn og fór inn í stofu. Þar sat Björn og las. „Lastu það, sem þú lofaðir?“ spurði hún. „Já, en hvers vegna léztu mig lesa það

x

Jólaklukkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.