Jólaklukkur - 01.12.1943, Page 32

Jólaklukkur - 01.12.1943, Page 32
sama tvisvar? Sálmarnir eru nákvæmlega eins.“ „Nei, það eru þeir ekki, en líkir,“ svar- aði Sigríður. „Mér fannst þeir ættu erindi til þín.“ „Ég held þeir eigi ekki síður erindi til þín, Sigga mín. Líttu hérna á 6. versið í 14. sálminum. Þú brígslar pabba og mömmu. En hvað stendur hérna? — „Þér megið,“ já, þú en ekki þér, þú mátt „láta ráð hinna hrjáðu til skammar verða, því að Drottinn er samt athvarf þeirra.“ „Sér er nú hver ósvífnin! Hvort okkar heldur þú, að hafi hrjáð þau meir? Líttu heldur á fyrsta versið og mundu, að það á við þig. Hvað ert þú svo að tala um, að Drottinn sé athvarf?“ „Þú vinnur mig aldrei með þessu, Sigga mín,“ svaraði Björn. „Farðu að hræra jóla- köku. Það lætur þér betur. Kvenfólk á ekki að prédika. Ég fer að hjálpa pabba.“ Sigríður varð ein eftir. Hún settist við og fór að lesa Galatabréfið. „Hvernig féll þér Galatabréfið?" spurði Sigurður bóndi dóttur sína, þegar setið var að síðdegiskaffi. „Ég skil það ekki,“ svaraði hún. „Mér finnst það svo flókið, og þó hef ég alltaf skilið það svo vel og haldið mikið upp á það.“ Faðir hennar leit til hennar. Kærleikur og festa lýsti af svip hans. „Það hefur farið líkt fyrir þér og Galata- mönnum, dóttir. Það hefur einhver komið þér í uppnám, beitt þig töfrum, truflað þig. Þú hljópst vel, en einhver hefur hindr- að þig frá hlýðni við sannleikann. En Gal- atabréfið er skrifað til þess, að sá sann- leikur, sem fagnaðarerindið flytur, við- haldist hjá oss.“ „Já, pabbi minn, þetta bréf hefur oft veitt mér huggun, en nú fannst mér það dæma mig. Þar er t. d. talað um að auka við staðfesta erfðaskrá. Hvaða erfðaskrá?“ „Það stendur í bréfinu.“ „Hvar þá?“ „Manstu eftir orðunum þeim, að Guð sendi son sinn, „til þess að hann keypti lausa þá, sem eru undir lögmáli ... . “ Hvað kemur svo?“ „Það man ég ekki.“ „Svo að vér fengjum sonarréttinn,“ og rétt á eftir stendur: „en ef þú ert sonur, þá ert þú líka erfingi að ráði Guðs.“ „Já, nú skil ég, hvaða erfðaskrá. En hvað er það að auka við hana?“ „Það hefur hjarta þitt sagt þér.“ „Já, það er alveg satt. Ég hef líklega bætt við erfðaskrá Guðs.“ „Hverju?“ „Líklega þessu lögmáli, sem þú sagðir í dag, að ég væri undir.“ „Já, alveg rétt. Þú heldur, að rangt sé að halda jól, af því að það er ekki skipað í Biblíunni. En þarf Guð að skipa þér allt? Vertu ekki að bæta við erfðaskrá Drott- ins. Það getur farið illa. Hvernig segir nú Páll? „Þér eruð orðnir viðskila við Krist, þér sem ætlið að réttlætast fyrir lögmál.“ „Já, pabbi. ég held það sé þetta og ann- að þessu líkt, sem olli mér óróa og gerði mér bréfið torskilið. Ég var hrædd um, að ég væri fallin úr náðinni.“ „Ég óttaðist þetta einnig, eða að svo færi. En stattu nú stöðug í frelsinu, sem Kristur hefur frelsað þig til og láttu ekki leggja á þig ok lögmálsins á ný.“ Það varð breyting á Sigríði. Hún tók til starfa, glöð og hress í anda, við undirbún- ing jólanna ásamt móður sinni. Um kvöldið sátu þau öll saman í stof- unni og töluðu um náð Guðs. Björn var með. Hann hafði verið órór um daginn, þótt hann léti á engu bera við föður sinn. Það voru nokkur orð úr 53. sálminum, sem hann gat ekki losnað við, einkum þessi:

x

Jólaklukkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.