Jökull


Jökull - 01.01.2017, Page 58

Jökull - 01.01.2017, Page 58
Jöklabreytingar af gömlum ljósmyndum sem gögn um þá eru fremur lítil og dreifð; áratugina á eftir kortlagningu danska herforingjaráðsins 1904 uns kortadeild ameríska sjóhersins (American Map Service [AMS]) tók loftmyndir af Íslandi til korta- gerðar á árunum 1945–1946 (AMS, 1950). Jöklasýn frá Mýrum 1904 Í ferðabók sinni lýsir land- og jarðfræðingurinn Þor- valdur Thoroddsen (1855–1921) útsýni frá Almanna- skarði í júlímánuði 1894, þegar hann reið niður í Hornafjörð: „En það, sem gerir útsjónina allra- einkennilegasta og stórkostlegasta, er víðsýnið yfir suðurrönd Vatnajökuls alla leið suður í Öræfi; hið efra glitrandi hjarnflákar, fram undan þeim höfðar, tind- ar og núpar, og ísfossar niður úr hverri skoru. Eru skriðjöklarnir mjóir í dölunum, en fletjast út að neðan, gljáandi jökulfossar hið efra, en óhreinar klakaklessur hið neðra á láglendinu. Hvergi annars staðar á Íslandi ganga skriðjöklar svo í byggð niður sem hér, og hvergi í Norðurálfu munu menn frá fjallvegi í einu sjá yfir jafnstórar hjarnbungur og jafnmarga falljökla“ (Þor- valdur Thoroddsen, 1959). Þegar Þorvaldur fór um Austur-Skaftafellsýslu (1894) höfðu jöklarnir náð hámarksstærð eftir að land byggðist. Tíu árum síðar mældu dönsku land- mælingamennirnir sýsluna. Þá höfðu jöklar hopað nokkur hundruð metra og lækkað lítillega. Af 2. mynd má dæma svipmót skriðjöklanna frá suðaustanverðum Vatnajökli í upphafi 20. aldar. Myndin er tekin skammt norðan við Brunnhól á Mýrum og sýnir mælingamenn leggja hnakka á hesta. Þaðan var um 9–10 km sjónlína í sporð Heinabergs- og Skálafells- jökla, sem blasa við hægra megin. Neðri myndin var tekin til samanburðar árið 2018. Dökka ávala fjallið vinstra (sunnan) megin við Skálafellsjökul er Skálafellshnúta (594 m) en ofan við skriðjökulinn sést Birnudalstindur. Lengst til hægri er Hafrafell en það var við upphaf aldarinnar innilukt af fyrrtöldum jöklum. Ef rýnt er í myndina sést dökkur hryggur í jöklinum framan við fellið en það er Hafra- fellsháls (sjá einnig 3. mynd), og er urðarrönd frá hon- um fram jökulinn. Fremst á hálsinum, þar sem jökul- armarnir mættust, mældu landmælingamenn hæðina 207 m y.s. árið 1904. Þá var um 1,5 km leið yfir jökulinn að hálsinum. Síðan hafa þessir jöklar hopað 1,7–2,9 km og yfirborðið lækkað þar um 150–200 m (Hrafnhildur Hannesdóttir, 2014). Þegar landmæling- arnar fóru fram í sýslunni árið 1904 höfðu þessir tveir jöklar hopað 0,2–0,7 km frá því að þeir höfðu verið í hámarksstærð á litlu ísöld. Á síðustu 120–130 ár- um hafa þeir því hopað um 2–4 km. Á yfirlitskorti (3. mynd) má sjá hop jaðra Mýrajökla frá 1890, þegar jöklarnir voru í hámarksstöðu, 1904 þegar landmæl- ingarnar fóru fram, um 1930 eftir ýmsum heimildum, 1945 eftir loftmyndum AMS og haustið 2017. Heinabergsjökull frá Hafrafelli 1904 Af ljósmynd sem D. Bruun tók ofan af Hafrafelli (4. mynd), sést hve voldugur Heinabergsjökull var fyr- ir 120 árum síðan. Þá var jökulyfirborðið framan við skarðið á milli Geitakinnar og Meingilstinds í um 460–470 m hæð, skv. korti herforingjaráðsins. Vatns- borð Vatnsdalslóns var í 448 m h.y.s. Úr því hljóp nær árlega á 19. öld og fram á 20. öldina (Helgi Björns- son, 2009). Gísli Arason (1918–2017) sagði höfundi (SG) að vatn hefði ekki einungis brotist fram undan jöklinum, þegar jökulhlaup runnu frá Vatnsdal, held- ur hafi einnig streymt meðfram austurjaðri jökulsins (Gísli Arason, munnleg heimild, 5. júlí 2016). Á korti herforingjaráðsins er jökulyfirborðið dreg- ið um 20 m undir skarðinu efst í Heinabergsdal, sem skilur á milli yfir til Vatnsdals. Í skarðinu eru jökul- garðar frá hámarki litlu ísaldar og ná þeir efstu í 490 m hæð. Af herforingjaráðskortinu að dæma hafði jök- ullinn þá þegar lækkað a.m.k. 50 m frá mestu þykkt. Eftir að Bruun tók myndina hefur jökulyfirborðið við mynni Vatnsdals lækkað aðra 180 m fram til 2010. Mýrajöklar 1930 Að morgni dags þann 17. júlí 1930 flaug loftskipið Graf Zeppelin vestur með suðausturströnd landsins, á leið til Reykjavíkur, þangað sem það kom um há- degisbil (Zeppelin greifi, 18. júlí 1930). Nokkrar ljós- myndir voru teknar inn til lands í þessari ferð og sjást á þeim Mýrajöklar, Breiðamerkurjökull og Kvíárjökull. Ein þeirra (5. mynd) var tekin í grennd við Hálsaós í Suðursveit, einhvern tíma nærri kl. 10 fyrir hádegi. Á henni kemur fram að Skálafellsjökull og Heinabergs- jökull, sem þá voru enn samfastir, náðu tæpan km JÖKULL No. 67, 2017 53

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.