Jökull


Jökull - 01.01.2017, Page 59

Jökull - 01.01.2017, Page 59
Snævarr Guðmundsson og Helgi Björnsson 2. mynd/Figure 2. Ofar: Landmælingamenn herforingjaráðsins undir sunnanverðum Vatnajökli, líklega árið 1904. Í bakgrunni sjást Skálafellsjökull og Heinabergsjökull (nær) umlykja Hafrafell. Ljósmyndari er óþekkt- ur. Úr safni Landmælinga Íslands. Neðar: Ljósmynd frá svipuðu sjónarhorni, 17. janúar 2018. Rauðar línur sýna stöðu jökuljaðra Skálafells- og Heinabergsjökuls árið 1904. – Surveyors of the Danish General Staff at Mýrar, most likely in 1904. In background are the Skálafellsjökull og Heinabergsjökull outlet glaciers of the southeastern Vatnajökull ice cap, which surrounded Mt. Hafrafell at that time. Photographer unknown, photo archive of National Land Survey of Iceland. The lower image is from a similar spot, on 17 January 2018. Red lines represent the Heinabergsjökull glacier outlet margin in 1904. Ljósm./Photo. Snævarr Guðmundsson. fram fyrir Hafrafellsháls og Fláajökull hvíldi fram á Miðfell. Með samanburði við nýrri mynd, sem reynd- ar er tekin nær jöklunum en myndin frá Zeppelin, má vel sjá hve jöklarnir hafa rýrnað til ársins 2017. Foringi í ferðinni var Ernst A. Lehmann (1886– 1937), þá talinn með reyndustu loftskipaflugmönnum. Hann var við stjórn loftskipsins Hindenburg, þegar það brann til kaldra kola við Lakehurst, 6. maí 1937. Hann brenndist illa og lést af sárum sínum degi síðar (Grossman, 2009). Ljósmyndari í ferðinni mun að líkindum hafa ver- ið Rolf Hermann Carl (1908–1941). Hann starfaði hjá „Graphische Abteilung der Luftschiffbau Zeppel- in GmbH“ á árunum 1929 to 1934, sem ljósmynd- ari um borð í loftskipinu. Notuð var ljósmyndavél, smíðuð af C. P. Goerz og með Zeiss Tessar 1:4,5 linsu (Sabine Betzler-Hawlitschek, tölvupóstur, 28. febrúar 2017). Zeppelin kom aftur ári síðar (1931) og lenti þá í Reykjavík (Arngrímur Sigurðsson, 1994). 54 JÖKULL No. 67, 2017

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.