Jökull - 01.01.2017, Qupperneq 77
Sé horft til verka og arfleifðar, stórs hóps gjörvi-
legra afkomenda og langrar ævi við góða heilsu fram á
tíræðisaldur, var Árni á fullorðinsárum lengst af sólar-
megin í lífinu. Þannig leit hann einnig á málin. Hann
taldi það sína mestu gæfu að kynnast eiginkonu sinni,
Huldu Filippusdóttur, og eiga með henni langt og gott
líf. Þau Hulda tóku þátt í vorferðinni 1955. Sú sem
farin var árið eftir varð síðan þeirra brúðkaupsferð. Þá
fékk Brúðarbunga sunnan Kverkfjalla nafnið. Ferðin
1956 var með allra lengstu vorferðum, gist var í tjöld-
um en engir skálar voru þá á jöklinum. Æ síðan héldu
þau í sameiningu við sinni góðkynjuðu jöklabakteríu.
Við sem höfum farið í fótspor Árna Kjartanssonar
og fleiri frumkvöðla stöndum í þakkarskuld við þetta
harðduglega fólk. Árna var annt um Jöklarannsókna-
félagið og vildi veg þess sem mestan. Á efri árum
hvatti hann okkur áfram til góðra verka og gladdist
yfir því þegar vel gekk. Þannig mun minning hans
lifa sem eins hins fremsta í hópi þeirra sem ruddu
brautina. Fyrir hönd Jöklarannsóknafélagsins votta ég
Huldu og öðrum aðstandendum innilega samúð.
Magnús Tumi Guðmundsson
Morsárjökull er 4 km langur skriðjökull í sunnanverðum Vatnajökli, umgirtur allt að 1000–1400 m háum og bröttum fjöll-
um, Skaftafellsheiði í austri, sem rís upp í um 1385 m við Skarðatind (til hægri á myndinni) og Skaftafellsfjöllum í vestri.
Þorvaldur Thoroddsen var fyrstur til að lýsa jökulinn árið 1894, þá lá hann við ystu garða, um 2 km frá núverandi jaðri,
tengdur meginjöklinum af þremur ísstraumum, vestari og austari ísfossunum (fyrir miðju) og Birkijökli (fönnin til hægri). Í
dag hefur jökullinn þynnst og ísstraumarnir slitnað að mestu frá meginísnum sem fellur fram af klettabeltinu í tilkomumikl-
um íshrunum. Árið 2007 féll stórt berghrunsflóð á ofanverðan jökulinn að austanverðu og huldi um 1/5 af yfirborði hans.
Urðin ásamt einangraða jöklinum undir henni rísa um 50 m hærra en núverandi yfirborð jökulsins. Frá 2007 hafa jökullinn
og urðin skriðið um 700–800 m. – Morsárjökull is a 4 km long outlet glacier in the southern part of the Vatnajökull ice cap,
surrounded by 1000–1400 m high and steep mountains. Þorvaldur Thoroddsen was the first to study the glacier in 1894, he
described three ice streams from the main ice cap. Today these ice streams are mostly separated from the ice cap and the
glacier ice falls down the cliffs in spectacular ice avalanches. In 2007 a large rock avalanche fell on to the uppermost part
of the glacier and covered about 1/5 of its surface. The debris mass had an insulating effect on the ice and today it rises
about 50 m above the glacier surface. Texti og ljósm./Text and photo. Þorsteinn Sæmundsson, september 2017.
72 JÖKULL No. 67, 2017