Jökull - 01.01.2017, Side 86
Society report
Jarðfræðafélag Íslands
Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2017
Á fyrri hluta starfsársins 2017 störfuðu í stjórn
félagsins Sigurlaug María Hreinsdóttir (formaður),
Esther Ruth Guðmundsdóttir (varaformaður), Lúðvík
Eckardt Gústafsson (gjaldkeri), Erla María Hauks-
dóttir (ritari), Björn Harðarson (meðstjórnandi),
Sylvía Rakel Guðjónsdóttir (meðstjórnandi) og Þor-
steinn Sæmundsson (meðstjórnandi).
Vorráðstefna félagsins var haldin þann 10. mars
í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Líkt og
áður var jarðfræðinemendum boðið endurgjaldslaust
á ráðstefnuna, en stjórn félagsins telur mikilvægt að
nemendur fjölmenni á ráðstefnur og viðburði félags-
ins og kynnist störfum jarðfræðastéttanna. Á ráðstefn-
unni var að vanda fjölbreytt dagskrá og mörg fróðleg
erindi flutt. Ráðstefnuna sóttu yfir 100 manns, þar af
fjölmargir nemendur. Alls voru 27 erindi haldin og 12
veggspjöld kynnt.
Vorferð var farin á vegum félagsins þann 11. júní
undir leiðsögn Snæbjörns Guðmundssonar jarðfræð-
ings. Ferðin var farin að Gvendarselsgígum vestan
Helgafells, 18 manns fóru í ferðina í glimrandi sól og
blíðu.
Aðalfundur félagsins var haldinn 28. júní í Öskju,
náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Á aðalfundinum
urðu nokkrar breytingar á stjórn. Úr stjórn geng-
ur Esther Ruth Guðmundsdóttir sem hefur starfað í
stjórn félagsins frá 2015 sem varaformaður og Björn
Harðarson sem starfað hefur í félaginu frá árinu 2007
lengst af sem meðstjórnandi en varaformaður starfs-
árið 2011. Þeim tveimur er kærlega þakkað fyrir góð
störf í þágu félagsins. Í þeirra stað gengu í stjórn
þær Ásta Rut Hjartardóttir og Þóra Björg Andrés-
dóttir. Eftir aðalfund var skipan stjórnar eftirfar-
andi: Þorsteinn Sæmundsson (formaður), Erla María
Hauksdóttir (varaformaður), Lúðvík Eckardt Gústafs-
son (gjaldkeri), Sigurlaug María Hreinsdóttir (ritari),
Sylvía Rakel Guðjónsdóttir, Ásta Rut Hjartardóttir og
Þóra Björg Andrésdóttir (meðstjórnendur). Að öðru
leyti voru störf aðalfundar hefðbundin.
Haustráðstefna félagsins var haldin 17. nóvember,
í sal ÍSOR að Grensásvegi 9 í Reykjavík. Heiðursgest-
ir ráðstefnunnar voru þeir Benedikt Steingrímsson
eðlisfræðingur fyrrverandi aðstoðarforstjóri ÍSOR,
Dr. Hjalti Franzon jarðfræðingur og Prófessor Páll
Einarsson jarðeðlisfræðingur. Þeir urðu allir sjötugir
á árinu. Þema ráðstefnunnar var jarðhnik og tektónik.
Fjöldi vísindafólks, sem á einn eða annan hátt tengd-
ust heiðursgestunum, héldu erindi. Sylvía Rakel Guð-
jónsdóttir, setti ráðstefnuna og þar á eftir voru flutt
eftirtalin 22 erindi og eitt veggspjald kynnt:
Hjalti Franzson, Íslenskum orkurannsóknum. Jarðfræði í
rótum háhitakerfa.
Kristján Sæmundsson, Íslenskum orkurannsóknum. Jarð-
hiti og virka brotamunstrið á Snæfellsnesi.
Páll Einarsson, Jarðvísindastofnun Háskólans. Short-term
seismic precursors to Icelandic eruptions 1973–2014
and success rate of pre-eruption warnings.
Bryndís Brandsdóttir, Jarðvísindastofnun Háskólans. How
can earthquakes illuminate the tectonics of dike
intrusions? Examples from the Krafla 1975–1984 and
Bárðarbunga, 1996–2015 rifting events.
Þóra Árnadóttir, Jarðvísindastofnun Háskólans. Crustal
deformation and strain rates in Hengill and the South
Iceland Seismic Zone.
Daði Þorbjörnsson, Íslenskum orkurannsóknum. Suður-
landsskjálfti 2008. Áhrif á jarðhitakerfi.
Andri Stefánsson, Jarðvísindastofnun Háskólans. Superc-
ritical fluids around magmatic intrusions.
Sæunn Halldórsdóttir, Íslenskum orkurannsóknum. IMA-
GE er lokið ? hver var ávinningurinn?
Bergrún Arna Óladóttir, Jarðvísindastofnun Háskólans.
Catalogue of Icelandic Volcanoes (CIV).
Valdís Guðmundsdóttir, Íslenskum orkurannsóknum. Flow
measurements with a spinner logging tool in geot-
hermal wells at Þeistareykir: Processing and inter-
pretation with the aim of locating feed zones in wells.
JÖKULL No. 67, 2017 81