Skinfaxi - 01.02.2018, Qupperneq 6
6 SKINFAXI
Skinfaxi 2. tbl. 2018
Skinfaxi er tímarit Ungmennafélags
Íslands. Það hefur komið út samfleytt
síðan árið 1909. Blaðið kemur út árs-
fjórðungslega. Tímaritið dregur nafn sitt
af hestinum fljúgandi sem dró vagn-
goðsagnaverunnar Dags er ók um
himinhvolfin í norrænum sagnaheimi.
RITSTJÓRI
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
ÁBYRGÐARMAÐUR
Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ
RITNEFND
Gunnar Gunnarsson formaður, Örn
Guðnason, Eiður Andri Guðlaugsson,
Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir og Guð-
munda Ólafsdóttir.
LJÓSMYNDIR
Haraldur Jónasson, Jón Aðalsteinn Berg-
sveinsson, Gunnar Gunnarsson, Hafsteinn
Snær Þorsteinsson, Sabína Steinunn Hall-
dórsdóttir, Lars Holm, Lars Horn, Søren
Malmose o.fl.
UMBROT OG HÖNNUN
Indígó
PRÓFARKARLESTUR
Helgi Magnússon
AUGLÝSINGAR
Miðlun ehf. o.fl.
PRENTUN
Ísafoldarprentsmiðja.
FORSÍÐUMYND
Róbert Khorchai, frjálsíþróttamaður úr
Umf. Þór Þorlákshöfn.
STJÓRN UMFÍ
Haukur Valtýsson, formaður
Örn Guðnason, varaformaður
Hrönn Jónsdóttir, ritari
Guðmundur Sigurbergsson, gjaldkeri
Ragnheiður Högnadóttir, meðstjórnandi
Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi
Jóhann Steinar Ingimundarson,
meðstjórnandi
VARASTJÓRN UMFÍ:
Sigurður Óskar Jónsson,
Gunnar Þór Gestsson,
Lárus B. Lárusson og
Helga Jóhannesdóttir.
SKRIFSTOFA UMFÍ/SKINFAXA
Þjónustumiðstöð UMFÍ,
Sigtúni 42, 105 Reykjavík,
sími: 568-2929
umfi@umfi.is – www.umfi.is
STARFSFÓLK UMFÍ:
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmda-
stjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri,
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningar-
fulltrúi og ritstjóri Skinfaxa, Ómar Bragi
Stefánsson, landsfulltrúi og framkvæmda-
stjóri Landsmóta (með aðsetur á Sauðár-
króki), Sabína Steinunn Halldórsdóttir,
landsfulltrúi og verkefnastjóri, Ragnheið-
ur Sigurðardóttir, landsfulltrúi og verk-
efnastjóri, og Guðbirna Kristín Þórðar-
dóttir, ritari.
UMFÍ
Ungmennafélag Íslands, skammstafað
UMFÍ, er landssamband ungmenna-
félaga á Íslandi. UMFÍ var stofnað á
Þingvöllum 2. ágúst 1907. Sambands-
aðilar UMFÍ eru 29 talsins. Í hreyfing-
unni eru í dag um 160.000 félagar í
rúmlega 300 ungmenna- og íþrótta-
félögum um land allt.
Fjárveitingar háðar því að félögin vinni
eftir siðareglum og viðbragðsáætlunum
„Stóru félögin, á borð við Völs-
ung, taka vel í að skilyrða sig til
að fara eftir siðareglunum og
kvitta upp á að óska eftir saka-
vottorðum fyrir þjálfara og ann-
að starfsfólk. En þetta ferli get-
ur verið erfiðara fyrir minni
félög. Viðbragðsáætlun og siða-
reglur Æskulýðsvettvangsins
duga þeim þess vegna mjög
vel,“ segir Kjartan Páll Þórarins-
son, íþrótta- og tómstundafull-
trúi Norðurþings á Húsavík.
Sveitarfélagið endurnýjaði ný-
verið samstarfssamning sinn við
nokkur félög á svæðinu. Um ný-
breytni er að ræða í Norður-
þingi því að sveitarfélagið hóf
nú í sumar að greiða frístunda-
styrki fyrir skipulagt íþrótta- og
tómstundastarf barna og ung-
menna. Til viðbótar tók sveitar-
stjórnin undir með Sambandi
íslenskra sveitarfélaga og setur
nú það skilyrði að íþrótta-
félög setji sér siðareglur til að
fá fjárstuðning sveitarfélagsins.
Kjartan bendir á að mörg
sveitarfélög hafi gripið til álíka
aðgerða í kjölfar þess að fjöldi
íþróttakvenna steig fram í janú-
ar undir myllumerkinu #MeToo
og greindi frá kynferðislegu
ofbeldi og áreiti gagnvart sér.
Samband íslenskra sveitar-
félaga mælti fyrir því að sveit-
arstjórnir myndu setja skilyrði
fyrir fjárstuðningi við íþrótta-
félög til að vinna gegn kyn-
bundnu ofbeldi og áreitni inn-
an raða þeirra. Hafnfirðingar
og Skagfirðingar og sveitar-
stjórnir í fleiri byggðarlögum
svöruðu kallinu. Fjárveitingar til
aðildarfélaga Ungmennasam-
bands Skagafjarðar (UMSS)
eru til dæmis nú háðar því að
félögin vinni eftir þeim siðaregl-
um og viðbragðsáætlunum
gegn ofbeldi, kynferðislegu
ofbeldi og áreitni sem sam-
bandið setur sér. Auk þess á
UMSS að standa reglulega
fyrir fræðslu um þessi mál fyrir
félagsmenn sína.
Kjartan segir Norðurþing
hafa byrjað á því að setja
þessa fyrirvara inn í samstarfs-
samninga sem var verið að end-
urnýja. Eins og áður sagði hafi
það gengið vel fyrir stóru félög-
in enda byggi þau á því að
hafa sett sér siðareglur og búið
til handbók um starfsemi sína
og verkferla. Öðru máli gegni
um minni félögin með fáa félags-
menn.
„Við erum mjög vakandi fyrir
því að fólk má ekki hleypa
hverjum sem er í að bjóða upp
á starf fyrir börn og ungmenni
og taka við frístundastyrkjum.
Fólk þarf að halda úti viður-
kenndu starfi. Þess vegna þurfa
allir að skila inn sakavottorði
fyrir þjálfara og starfsfólk sitt.
Ef íþróttafélög hlýða ekki skil-
yrðum okkar getum við krafið
þau um endurgreiðlu,“ segir
Kjartan og ítrekar að Við-
bragðsáætlun Æskulýðsvett-
vangsins og siðareglur séu lykil-
plögg fyrir minni félög ásamt
því að stjórnendur félaga verði
að óska eftir sakavottorðum
þjálfara sinna og starfsmanna
sem vinna með börnum.
„Við erum mjög vakandi fyrir því að
fólk má ekki hleypa hverjum sem er í
að bjóða upp á starf fyrir börn og ung-
menni og taka við frístundastyrkjum.“
Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta-
og æskulýðsfulltrúi Norðurþings á
Húsavík.