Skinfaxi - 01.02.2018, Qupperneq 10
10 SKINFAXI
Ein af þeim breytingum sem ung
menni kalla eftir í starfi íþrótta og
ungmennafélaga er starfsemi fyr
ir ungmenni á aldrinum 17–30
ára sem hvorki hafa áhuga á
afreksmennsku né því að kom
ast langt, keppa og sigra – þau
sem aðeins vilja vera með. Fram
kom í umræðu partýunum að
þessi hóp ur upplifir sig svolítið
út undan þar sem oftar en ekki
er rík áhersla lögð á keppni, afrek
og mætingaskyldu.
Ungmennin kalla eftir starfi
þar sem áhersla er lögð á þátt
töku og félagslegan ávinning,
starf eða hóp þar sem hægt er að
mæta, hafa gaman og hreyfa sig
í góðra vina hópi. Einnig kom
fram að mörg ungmenni sækjast
frekar eftir félagslega þættinum
og félagslegri virkni heldur en
árangri. Mörgum ungmennum
finnst hins vegar eins og dæmið
hafi snúist við, það er að árangur
og íþróttin sjálf sé undirstaðan
en félagslegi þátturinn auka
afurð af því. Þessi upplifun hefur
fælingarmátt ef og þegar geta og
áhugi á íþrótt eða árangri minnk
ar hjá þátttakendum.
Þetta leiddi af sér þá hugmynd
að auka möguleika á dómara
námskeiðum fyrir fólk sem hef
ur æft ákveðnar íþróttir í ein
hvern tíma en hefur ekki áhuga
á að keppa í þeim heldur vill
halda utan um starfið og vera
þátttakendur í félagi sínu.
Fyrirmyndir á afrekssviðinu
Jafnframt kom fram í um ræðu
partýunum að mörgum ung
mennum finnst margar fyrir
Hvaða breytingum kallar ungt fólk eftir
í starfi íþrótta- og ungmennafélaga?
myndir og leiðtogar einblíni of
mikið á afreksfærni. Það geti leitt
til þess að ungmenni leiðist út á
vafa samar brautir til að mæta
aukinni pressu. Það geti svo skilað
sér í ofþjálfun og notkun á fæðu
bótarefnum án viðunandi þekk
ingar á aðferðum og inni halds
efnum.
Skýr ósk kom fram í umræðu
partýunum um mikilvægi þess
að finna fyrirmyndir sem eru
nær ungmennunum. Ekki eigi að
horfa aðeins upp til íþróttastjarna
í fremstu röð, á borð við knatt
spyrnukappann Gylfa Sigurðs
son, heldur líka til leikmanna í
meistaraflokki eða eldri flokk
um sem ungmenni þekkja og
hafa tækifæri til þess að hitta í
íþróttahúsum félaga sinna.
UMFÍ hefur á undanförnum miss erum staðið fyrir þremur svokölluðum umræðupartýum. Mark mið
viðburðanna var að koma fólki saman, bæði þeim sem stýra og stjórna innan ung menna félags -
hreyf ng arinnar og ungu fólki sem starfð er hugsað fyrir. Viðburðirnir fóru fram í þjónustumiðstöð
UMFÍ í Reykja vík og í félagsheimilunum Hvoli á Hvolsvelli og Logalandi í Reykholtsdal í Borgar-
frði. Samtals mættu um 300 þátttakendur í umræðupartýin, bæði stjórn end ur og ungt fólk á aldr-
inum 13–30 ára. UMFÍ þakkar Evrópu unga fólksins (EUF) fyrir veittan stuðning við viðburðina.
„Við viljum
fá að vera
með.“