Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.2018, Side 13

Skinfaxi - 01.02.2018, Side 13
 SKINFAXI 13 Skyndiákvörðun sem breytti lífi Tómasar Tónlistarmaðurinn Tómas Guðmundsson ákvað í bríaríi að skella sér í lýðháskóla á Sjálandi í Danmörku. Hann segist hafa lært mest á því að búa með öðrum sem séu í skóla til að læra um hugðarefni sín. „Þetta var algjör skyndiákvörð­ un. Félagi minn hafði farið út í þennan lýðháskóla ári fyrr og félagi okkar beggja árið 2012. Ég hafði gælt við að fara líka út en missti af því og vissi svo ekki hvað ég ætti að gera í vetur og vor. Í fyrra langaði mig til að breyta svolítið til, sótti þess vegna um í skólanum og borg­ aði staðfestingargjaldið. Síðan bara gleymdi ég þessu. Þegar ég fékk staðfestingu á að ég hefði komist inn í skólann áttaði ég mig á því að ég þyrfti að fara að safna á fullu. Ég gerði það, vann þrefalda vinnu, keyrði mig bók­ staflega út og fór svo í skólann í vor,“ segir Tómas Guðmunds­ son. Hann er 23 ára, úr Ölfus­ inu á Suðurlandi, og starfar sem tónlistarmaður. Þetta var í sept­ ember árið 2017. Tómas fór út í janúar árið 2018 og var í skólan­ um í hálft ár. Skólinn, sem Tómas fór í, er Den Rytmiske Højskole, lýðhá­ skóli á Sjálandi, sem einbeitir sér að kennslu í tónlist, hljóð­ blöndun og ýmsu sem tengist þessu sviði. Tómas segir námið samt ekki hafa aðeins snúist um tónlist. „Þetta var ótrúlega gefandi. Miklu meira en dorískir skalar, fimmfjórðutaktar eða multiband compression. Ég lærði rosalega mikið af fólki í skólanum, bæði nemendum og kennurum. Það mesta sem ég lærði var um sjálf­ an mig og á sjálfan mig,“ segir hann og bætir við að nemend­ ur skólans búi saman í nokkr­ um húsum. Það hafi verið lær­ dómsríkt. „Það er heilmikið nám að læra að búa með ellefu manns í einu húsi. Þú færð engu ráðið og þarft að aðlagast. En á sama tíma er frábært að geta gert eitthvað sem maður elskar. Það er upplif­ unin sem er lærdómsrík,“ segir hann. Tómas bendir á að áður en hann fór utan hafi hann velt aldri nemendanna fyrir sér. „Ég vissi ekki hvort ég væri of gamall eða hver meðalaldurinn væri. Mikið af krökkum fer í lýðháskóla eftir grunnskóla eða framhaldsskóla. En svo var aldursbilið mjög breitt og fólk sagði það ekki skipta neinu máli. Elsti nemandi skólans hefur verið 64 ára. Sá er farinn að vinna í skólanum. Fólk var líka að leita eftir ýmsu þar. Þarna var sem dæmi eðlisfræð­ ingur sem vildi læra eitthvað nýtt. Hugarfarið í skólanum þarna þekkist ekki hér og þess vegna er mikilvægt að fólk fari í lýðháskóla til að upplifa það,“ segir Tómas. Tómas segir reynslu­ na hafa haft svo góð áhrif á sig og hann hafi eignast svo mikið af nýjum vinum að næst á dagskrá er að flytja til Danmerk­ ur. Hann ætlar utan í nóvember. „Ég get með sanni sagt að sú skyndilega ákvörðun sem ég tók, að flýja land og fara í lýðháskóla hafi verið besta ákvörðun mín,“ segir Tómas Guðmundsson. UMFÍ veitir fólki styrki vegna dvalar í lýðháskóla í Dan- mörku. Markmiðið með styrkj- unum er að gefa ungu fólki tæki- færi til að víkka sjóndeildar- hring sinn, tækifæri til að kynn- ast nýju tungumáli og menn- ingu, auka færni sína og þekk- ingu á völdu sviði í gegnum óformlegt nám og styrkja leið- togatogahæfileika sína. UMFÍ veitir ferðastyrki og dvalarstyrki. Meira um styrki UMFÍ: www.umfi.is

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.