Skinfaxi - 01.02.2018, Blaðsíða 18
18 SKINFAXI
Landsmótið fer fram á Sauðár
króki dagana 12.–15. júlí nk.
Mótið verður skemmtileg sam
verustund fyrir fjölskyldur og
vini þar sem lögð er áhersla á
hreyfingu og íþróttir. Boðið er
upp á keppni í rúmlega 30 grein
um, bæði þekktum og nýjum,
auk skemmtiatriða og fróðleiks.
Landsmótið er sannkölluð
íþróttaveisla þar sem þátttak
endur geta keppt í fjölda íþrótta
greina auk þess sem ýmiss kon
ar skemmtun og fróðleikur verð
ur í boði fyrir keppendur og aðra
fjölskyldumeðlimi. „Við kynn
um nú í rauninni til sögunnar
nýtt Landsmót með nýjum
áherslum. Landsmótið uppfyll
ir bæði þarfir þeirra sem vilja
keppa og hinna sem vilja vera
með og taka þátt. Helsta breyt
ingin er sú að Landsmótið er
opið öllum 18 ára og eldri og
þátttakendur setja saman sitt
eigið mót. Hægt er að keppa,
láta vaða, leika sér og skemmta
sér því að rúmlega 30 greinar
eru í boði á mótinu og því ættu
allir að geta fundið eitthvað
við sitt hæfi.“ segir Auður Inga
Þorsteinsdóttir, framkvæmda
stjóri UMFÍ.
Eitthvað fyrir alla
Auður segir Landsmótið vera
miklu meira en íþróttamót.
„Þetta er íþróttaveisla þar sem
íþróttir verða í aðalhlutverki á
daginn og skemmtun í góðum
félagsskap ráðandi á kvöldin.“
Önnur áhersla á mótinu er fólg
in í því að einfalt er að setja
saman lið í hverri grein. „Í flest
um tilvikum eru aðeins 2–3 í
hverju liði. Þá er leiktíminn í
styttri kantinum og því má búast
við stuttum og hröðum leikj
um. Það getur svo myndað
skemmtilegar aðstæður og
mikla spennu. Þátttakendur
greiða aðeins eitt þátttökugjald
sem er stillt í hóf til þess að sem
flestir geti verið með.“
Fjöldi nýrra greina
Mikil áhersla er lögð á nýjar
íþróttagreinar og um leið nýjar
og spennandi útfærslur á öðr
um greinum. „Í ár verður keppt í
fyrsta skipti hér á landi í nokkr
um greinum. Þar má t.d. nefna
krolf, biathlon og fótboltapönnu
auk fjölda annarra greina.“ Önn
ur breyting. sem kynnt er á mót
inu í ár, er að afþreying á mót
inu er nú meira hreyfitengd en
áður. „Til dæmis má nefna að á
svæðinu verður 50 metra löng
þrautabraut, fótboltapílukast,
spikeball og alls konar þrautir
og leikir fyrir alla fjölskylduna.
Það er því upplagt að koma
til Sauðárkróks í sannkallaða
íþróttaútilegu.“
Auður segir Landsmótið sam
eina andlega, félagslega og lík
amlega heilsu fólks. „Það sama
á við um Unglingalandsmót
UMFÍ sem fram fer í Þorláks
höfn um verslunarmannahelg
ina. Báðir þessir viðburðir
skapa aðstæður þar sem auð
velt er að stunda heilbrigða lífs
hætti og efla vitund og vitne
skju fólks ásamt því að skapa
félagslega samveru og eftir
minnilega upplifun.“
Breytt viðhorf
samfélagsins
Samfélagið hefur verið að þró
ast og þar eru íþróttir og hreyf
ing ekki undanskildar að sögn
Auðar. „Framtíðarsýn UMFÍ er
að mæta þörfum og bæta sam
félagið. Þar af leiðandi þarf að
taka tillit til breyttra þarfa fólks.
Landsmót UMFÍ var á sínum
tíma einn af fáum íþróttavið
burðum sem í boði voru á Íslandi.
En í dag er til fullt af flottum
innlendum og erlendum við
burðum þar sem afreksfólk er
í fararbroddi. Grasrótin í ung
mennafélagshreyfingunni vildi
færa nálgunina yfir á breiðara
svið svo að fleiri gætu tekið þátt
og haft gaman af því að hreyfa
sig. Landsmótið er niðurstaðan
af þeirri stefnumótun sem fram
fór og á að stuðla að því að bæta
samfélagið með þátttöku fleira
fólks í íþróttum. Sjáumst hress
og kát á Landsmótinu.“
Dagskrá eftir þínu höfði
Þátttakendur á Landsmótinu
búa til sína eigin dagskrá. Um 30
mismunandi íþróttagreinar auk
skemmtunar og fróðleiks eru í
boði og því ættu allir að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi.
Til aðgreiningar er dagskrá
mótsins skipt niður í fjóra flokka
sem hver hefur sinn lit: Gulir
viðburðir eru keppnisgreinar.
Til að taka þátt þarf þátttöku
armband. Rauðir viðburðir eru
kennsla og kynningar. Til að
taka þátt þarf þátttökuarmband.
Grænir viðburðir eru opn
ir fyrir alla.
Landsmótið – sannkölluð íþróttaveisla!
Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Landsmótsins og Unglingalandsmóts
UMFÍ, ásamt verkefnastjórnunum Thelmu Knútsdóttur (t.h.) og Pálínu Ósk Hraundal.