Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2018, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.02.2018, Blaðsíða 22
22 SKINFAXI Þegar knattspyrnulið Magna komst í Inkasso­deildina haust­ ið 2017 voru góð ráð dýr. KSÍ gerir kröfu um að liðin séu með stúku á vellinum. Magni lumaði ekki á slíkum lúxus. Fram­ kvæmdastjóri íþróttafélagsins lét þá boð út ganga og sjálf­ boðaliðar mættu með hamra á lofti. „Þessi stúka okkar er ótrúlegt afrek. Allir á Grenivík fylgjast auðvitað með liðinu og vilja láta gott af sér leiða á þessum tíma­ mótum, þegar Magni keppir í Inkasso­deildinni. Við gengum í málið og komum upp stúku fyrir alla bæjarbúa á tveimur vik­ um,“ segir Gísli Gunnar Odd­ geirsson, framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Magna á Greni­ vík. Magni á aðild að Héraðs­ sambandi Þingeyinga (HSÞ) sem er sambandsaðili UMFÍ. Knattspyrnulið Magna lék sinn fyrsta leik í Inkasso­deild­ inni, næstefstu deildinni í íslenskri knattspyrnu, í sumar. Þetta var aðeins í annað sinn í meira en 100 ára sögu félagsins sem það kemst svo hátt. En KSÍ gerir þá kröfu til liða, sem spila í Inkasso­deildinni, að þau séu með stúku við knattspyrnuvöll­ inn. Gísli segir smiði bæjarins hafa verið kallaða á fund og þeir inntir eftir því hvort þeir gætu nýtt kraftinn í bænum, snúið bökum saman og reist stúku fyrir íþróttafélagið. Allir voru til í það. „Þegar við vorum búin að mæla fyrir stúkunni fannst fólki þetta auðvitað ansi stórt verkefni. En þegar við ætlum okkur eitt­ hvað á Grenivík þá förum við í það,“ segir Gísli og bætir við að íbúar og fyrirtæki hafi lagst á eitt. Meira að segja foreldrar liðs­ manna í knattspyrnunni hafi komið til að smíða. Sænes, dótt­ urfélag Grýtubakkahrepps, veitti höfðinglegan styrk til verksins og sveitarfélagið keypti efnið í stúkuna. Öll framkvæmd­ in, jarðvegsvinna og smíði stúku, var að mestu unnin af 10–15 sjálfboðaliðum og lauk verkinu á hálfum mánuði. Fyrir­ hugað er að fá sæti í stúkuna í haust. Stúkan er fyrir alla íbúa Greni­ víkur og þarna er eini heima­ völlur landsins sem tekur alla 372 bæjarbúa í sæti. Hún fylltist á heimaleik liðsins á móti Þór í júní en þá komu 804 á leikinn. Það er rúmlega tvöfalt fleiri en búa í bænum. Þetta vakti athygli víða og fjölluðu fjölmiðl­ Stúkan á Grenivík sameinar bæjarbúa „Þegar við ætlum okkur eitthvað í Grenivík þá förum við í það.“ ar um gestaganginn í bænum. Gísli segir margt fram undan. Þar á meðal er verið að undirbúa byggingu nýs tæplega 500 fer­ metra vallarhúss sem Magni mun deila með Björgunarsveit­ inni Ægi. Þar verður öll aðstaða fyrir íþróttafélagið, skrifstofa, veitingasala og búningsaðstaða fyrir bæði lið og dómara. „Þetta verður mikil búbót fyr­ ir Magna og hreppinn því að við höfum aldrei verið með okk­ ar eigin aðstöðu,“ segir fram­ kvæmdastjóri Magna.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.