Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2018, Page 24

Skinfaxi - 01.02.2018, Page 24
24 SKINFAXI Guðríður Aadnegard er for­ maður Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK). Sambandið er næststærsti sambandsaðili UMFÍ en innan þess eru um fimmtíu aðildarfélög. Í HSK er fólk sem býr að mikilli reynslu við skipulagningu stórmóta. Næsta stórmót á vegum HSK er Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina. En hvaða ráð á formaður HSK handa þeim sem undirbúa mót? „Undirbúningur fyrir Ungl­ ingalandsmótið gengur mjög vel og skemmtidagskráin er til­ búin. Við í mótsnefndinni höf­ um verið lengi á fullu. Hér er fólk sem kann til verka,“ segir Guðríður, formaður HSK. Hún segir að við undirbúning móta eins og Unglingalands­ mótsins skipti máli að byrja nógu snemma, að virkja fólk til að klukka aðra og koma hlutun­ um í gang. Langt er síðan nefnd mótsins hjá HSK skipti með sér verkum og deildi verkefnum út til fólks. Guðríður fékk sjálf mörg verkefni til viðbótar við formennskuna í HSK. Eitt þeirra er að safna styrkjum hjá fyrir­ tækjum í tengslum við Ungl­ ingalandsmótið. Aðrir sjálf­ boðaliðar í öðrum bæjarfélög­ um safna styrkjum á heimaslóð­ um sínum. Hópar fólks eru á Selfossi og í Þorláshöfn og víðar. „Íþróttahreyfingin þrífst á því að fólk vinni saman. Samfélagið þarf einfaldlega að standa sa­ man að svona mótum og allir sem geta verða að leggja hönd á plóg.“ Guðríður segir styrkja fyrir Unglingalandsmótið leitað víða. „Við leitum ekki aðeins styrkja á mótsstaðnum heldur um allt Suðurland,“ segir hún og bætir við að lítið þýði að skrifa tölvu­ pósta til að senda út og suður. Árangursríkara sé að gera fólk út af örkinni og hitta forsvars­ menn fyrirtækja. Með kynningu á viðburðum, hverjir sem þeir Landsmót UMFÍ 50+ var haldið í Hveragerði á síðasta ári. Þetta var stórt mót, með 500–600 þátttakendum. Guðríður segir það koma að gagni. „Við búum að reynslunni síðan í fyrra. Mótið gaf mótshöldurum heil- mikið, reynslu og fjármuni sem runnu til aðildarfélaganna. Sjálfboðaliðarnir skipta miklu máli fyrir félögin og skipt- ingu fjármuna til þeirra. Þegar haldið er af stað mæli ég með því að allir haldi skrá um fram- lag sitt á mótinu svo að félag viðkomandi beri sitt úr býtum.“ Fordæmi fyrir stórum mótum hjá HSK Skiptir máli að hitta fólkið eru, í eigin persónu, sé mun lík­ legra að uppskera stuðning. Með þessum hætti hafa ungmenna­ félagar í HSK aflað styrkja og fjár­ magnað verðlaun Unglinga­ landsmótsins. „Við höfum reiknað út hvað verðlaun kosta og fáum fyrirtæki til að styrkja þau. Forsvars­ mönnum fyrirtækjanna er boðið á mótið til að afhenda verðlaun­ in. Það eru 22 greinar á Ungl­ ingalandsmótinu og fyrirtæki gefa öll verðlaunin.“ Búið er að tilkynna að Ungl­ ingalandsmót verði haldið á Sel­ fossi árið 2020. Guðríður segir löngu búið að skipa í nefndina fyrir það mót. „Það sem skiptir máli er að virkja sem flesta og byrja snemma að skipuleggja fjárhagshliðina eins og við höf­ um gert í gegnum tíðina,“ segir hún og leggur áherslu að kostir fylgi því að skipuleggja flesta þætti, sem snúa að fjárhagshlið mótanna, mjög snemma á veg­ ferðinni. .

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.