Skinfaxi - 01.02.2018, Blaðsíða 24
24 SKINFAXI
Guðríður Aadnegard er for
maður Héraðssambandsins
Skarphéðins (HSK). Sambandið
er næststærsti sambandsaðili
UMFÍ en innan þess eru um
fimmtíu aðildarfélög. Í HSK er
fólk sem býr að mikilli reynslu
við skipulagningu stórmóta.
Næsta stórmót á vegum HSK er
Unglingalandsmót UMFÍ sem
haldið verður í Þorlákshöfn
um verslunarmannahelgina. En
hvaða ráð á formaður HSK
handa þeim sem undirbúa mót?
„Undirbúningur fyrir Ungl
ingalandsmótið gengur mjög
vel og skemmtidagskráin er til
búin. Við í mótsnefndinni höf
um verið lengi á fullu. Hér er
fólk sem kann til verka,“ segir
Guðríður, formaður HSK.
Hún segir að við undirbúning
móta eins og Unglingalands
mótsins skipti máli að byrja
nógu snemma, að virkja fólk til
að klukka aðra og koma hlutun
um í gang. Langt er síðan nefnd
mótsins hjá HSK skipti með sér
verkum og deildi verkefnum
út til fólks. Guðríður fékk sjálf
mörg verkefni til viðbótar við
formennskuna í HSK. Eitt þeirra
er að safna styrkjum hjá fyrir
tækjum í tengslum við Ungl
ingalandsmótið. Aðrir sjálf
boðaliðar í öðrum bæjarfélög
um safna styrkjum á heimaslóð
um sínum. Hópar fólks eru á
Selfossi og í Þorláshöfn og víðar.
„Íþróttahreyfingin þrífst á því
að fólk vinni saman. Samfélagið
þarf einfaldlega að standa sa
man að svona mótum og allir
sem geta verða að leggja hönd
á plóg.“
Guðríður segir styrkja fyrir
Unglingalandsmótið leitað víða.
„Við leitum ekki aðeins styrkja
á mótsstaðnum heldur um allt
Suðurland,“ segir hún og bætir
við að lítið þýði að skrifa tölvu
pósta til að senda út og suður.
Árangursríkara sé að gera fólk
út af örkinni og hitta forsvars
menn fyrirtækja. Með kynningu
á viðburðum, hverjir sem þeir
Landsmót UMFÍ 50+ var haldið
í Hveragerði á síðasta ári. Þetta
var stórt mót, með 500–600
þátttakendum. Guðríður segir
það koma að gagni. „Við búum
að reynslunni síðan í fyrra.
Mótið gaf mótshöldurum heil-
mikið, reynslu og fjármuni sem
runnu til aðildarfélaganna.
Sjálfboðaliðarnir skipta miklu
máli fyrir félögin og skipt-
ingu fjármuna til þeirra. Þegar
haldið er af stað mæli ég með því
að allir haldi skrá um fram-
lag sitt á mótinu svo að félag
viðkomandi beri sitt úr býtum.“
Fordæmi
fyrir stórum
mótum hjá
HSK
Skiptir
máli
að hitta
fólkið
eru, í eigin persónu, sé mun lík
legra að uppskera stuðning. Með
þessum hætti hafa ungmenna
félagar í HSK aflað styrkja og fjár
magnað verðlaun Unglinga
landsmótsins.
„Við höfum reiknað út hvað
verðlaun kosta og fáum fyrirtæki
til að styrkja þau. Forsvars
mönnum fyrirtækjanna er boðið
á mótið til að afhenda verðlaun
in. Það eru 22 greinar á Ungl
ingalandsmótinu og fyrirtæki
gefa öll verðlaunin.“
Búið er að tilkynna að Ungl
ingalandsmót verði haldið á Sel
fossi árið 2020. Guðríður segir
löngu búið að skipa í nefndina
fyrir það mót. „Það sem skiptir
máli er að virkja sem flesta og
byrja snemma að skipuleggja
fjárhagshliðina eins og við höf
um gert í gegnum tíðina,“ segir
hún og leggur áherslu að kostir
fylgi því að skipuleggja flesta
þætti, sem snúa að fjárhagshlið
mótanna, mjög snemma á veg
ferðinni. .