Skinfaxi - 01.02.2018, Blaðsíða 26
26 SKINFAXI
Valdimar Gunnarsson, fram
kvæmda stjóri UMSK, er hæst
ánægður með hvernig mótið
tókst og bendir á að það megi
þakka góðum undirbúningi í
langan tíma. Stefnt er að því að
halda mótið árlega. Hann segir
fyrirkomulagið geta nýst öðrum
íþróttagreinum.
„Þetta fór fram úr björtustu
von um okkar,“ segir Valdimar.
„Hugmynd in að mótinu varð til
innan blakfélaga UMSK, hjá
Aftureldingu, HK og Stjörn
unni, fyrir meira en ári. Við höfð
um hist og rætt um það hvernig
hægt væri að efla blakíþróttina
og fjölga iðkend um. Þótt marg
ir stundi blak er þetta ósýnileg
LEIKUR
Allir voru himinlifandi því að áhersla var
lögð á leikinn en ekki harða keppni.
íþrótt. Hún sést lítið í sjónvarpi
og fær litla umfjöllun. Það eru
fáar sýnilegar stjörn ur í blaki og
því eru endurnýjun og nýliðun
frekar lítil. Við vildum kynna
íþróttina fyrir krökkum og
kanna hvort það yki áhuga á
blaki,“ segir Valdimar.
Finnar til fyrirmyndar
Finnar hafa staðið framarlega í
blaki í gegnum tíðina. Þar í landi
er á hverju ári haldið Power Cup,
stærsta blakmót fyrir börn og
ungmenni í heimi. Mót ið sækja
8.500 einstaklingar sem keppa á
238 blakvöllum. Valdi mar fór á
mótið í fyrrasum ar til að kynna
sér hvernig Finnarnir gera þetta.
Gleðin var ráðandi á fyrsta grunnskólamóti
Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK)
og Blaksambands Íslands (BLÍ) í blaki sem
fór fram í Kórnum í Kópavogi 9. maí sl.
Á mótinu spiluðu um sjö hundruð börn úr
4.–7. bekkjum fimmtán grunnskóla á
svæði UMSK.