Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.2018, Qupperneq 27

Skinfaxi - 01.02.2018, Qupperneq 27
 SKINFAXI 27 Valdimar segir það hafa verið eftir tektarvert að mótið fór fram í fótbolta höll og þar var spilað á gervigrasi og malarfótbolta­ völlum. „Eftir þessa ferð kviknaði sú hugmynd að við myndum halda svipað mót innan okkar raða, setja upp blakvelli í Kórnum og halda skólamót í blaki innan UMSK,“ segir Valdimar og bend ­ ir á að fjölmargir hafi komið að undirbúningi mótsins, skipu­ lagningu þess og vinnu á móts­ dag. Meðal ann ars var ráðinn verkefnisstjóri sem hélt utan um verkefnið. Hlutverk hans var að heimsækja alla skóla á svæði UMSK og kynna mótið fyrir skóla stjórnendum og íþrótta­ kennurum. „Við vorum með kynn ingu á blaki í íþróttatím­ um og kynntum greinina fyrir öll um þar. Síðan gáfum við bækl ­ inga og plaköt. Þetta gekk upp með stuðningi skólanna. Skóla­ stjórnendur tóku ótrúlega vel í hugmyndina.“ Valdimar bætir við að gríðar­ legur styrkur hafi líka falist í stuðningi Blaksambands Íslands og Ólympíusam hjálparinnar (e. Olympian Solidarity) þar sem um útbreiðsluverkefni sé að ræða. Það hafi gert UMSK kleift að kaupa stangir, net og annan búnað til að standa fyrir mótinu. „Nú eigum við búnaðinn og get um sett upp mót þegar við viljum,“ segir Valdimar. Bún­ aðurinn stendur öðrum til boða sem vilja halda blakmót og kynna íþróttina. „Við vildum kynna íþróttina fyrir krökkum og kanna hvort það yki áhuga á blaki.“ Þátttakendur: 700 börn Aldur: 9–13 ára Hver leikur: 5 mínútur Fjöldi valla: 64 Stuttir leikir og gott skipulag Mótið var skipulagt með þeim hætt að settir voru upp 32 heilir blakvellir í Kórnum. Hverjum velli var skipt í tvennt og urðu þeir því 64 talsins. Þátttakendur voru um 700 og spil uðu tveir á móti tveimur. Hver leik ur var fimm mínútur. Hvert lið var með skorkort og þegar hverjum leik lauk skrifuðu þátttakendur skor sín á kortið og færðu sig síðan til hliðar um einn völl eins og í félagsvist. „Allir voru kátir með þetta. Krakk arnir og íþróttakennar­ arnir þeirra voru himinlifandi því að áhersla var lögð á leikinn en ekki harða keppni. Þetta átti

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.