Skinfaxi - 01.02.2018, Blaðsíða 29
SKINFAXI 29
Svæði UMSK nær yfir Álftanes, Garðabæ,
Kópavog, Mosfellsbæ og út á Seltjarnarnes.
Aðildarfélög voru 48 árið 2017. Þar á meðal
eru Afturelding, Hestamannafélagið Hörður og
Golfklúbbur Mosfellsbæjar, Breiðablik, Gerpla
og HK í Kópavogi, Stjarnan í Garðabæ, Grótta
á Seltjarnarnesi, Golfklúbbur Kópavogs og
Garðabæjar, vélhjólaklúbbar, skautafélög
og fleiri. Iðkendur eru 33.092. Félagsmenn
eru 76.839.
Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri UMSK,
ræðir við keppendur á grunnskólamótinu.
Skólamót í blaki
getur orðið íþróttinni
tilframdráttar. Hægt
er að halda skólamót
í öðrum íþróttagrein-
um með sambærileg-
um hætti til að vekja
athygli á þeim.
Blaksamband Íslands og
Ólympíusamhjálpin styrktu
skólamót UMSK. Það gerði
sambandinu kleift að
kaupa stangir, net og
annan búnað í blaki til
að standa fyrir mótinu.
Búnaðurinn stendur öðrum
til boða sem vilja halda
blakmót og kynna
íþróttina.
að vera skemmtilegt og gaman
og það tókst,“ segir Valdimar og
bætir við að eftir að mótinu lauk
hafi hann og aðstandendur þess
heimsótt skóla allra þátttakenda
og fært þeim viðurkenningarskjal
fyrir þátttökuna. Stigahæsta lið
samkvæmt skorkorti fékk svo
blakbolta að gjöf.
Valdimar segir skólayfirvöld
hafa ver ið hæstánægð með fram
takið og hvatt til þess að slíkt
mót verði hald ið á hverju ári.
Það er nú á teikniborðinu.
Hvað geta aðrir gert?
Valdimar segir skólamótið í blaki
hafi hugsanlega verið íþróttinni
til framdráttar og og fjölgað iðk
endum. Hann telur hins vegar að
tímasetn ingin hefði getað ver
ið betri, ákjós an legt sé að halda
mótið á haustin, þegar skólaárið
er að hefjast, í stað enda skóla
ársins í sumarbyrjun. En fyrir
komulagið sé gott. Hægt sé að
halda skólamót í öðrum íþrótta
greinum með sambærilegum
hætti til að vekja athygli á þeim.