Skinfaxi - 01.02.2018, Qupperneq 30
30 SKINFAXI
Sigríður Bjarnadóttir, for mað
ur Íþróttafélagsins Glóðar, segir
baráttu hafa þurft til að kynna
nýja íþróttagrein til sögunnar
fyrir meira en áratug. Nú er
bæði æft og keppt í ringó víða
um land. Ringó er ein af keppn
isgreinunum á Landsmótinu á
Sauðárkróki.
Rétt rúmur áratugur er síðan
íþróttagreinin ringó var kynnt til
sögunnar hér á landi. Sigríður
Bjarnadóttir, formaður Glóðar,
kynntist greininni þegar hún
fór á landsmót DGI á Jótlandi í
Danmörku árið 2005.
„Við fórum þrjár úr Glóð á
landsmótið. Þar kynntumst við
Dönum og ringói. Þau komu
árið eftir hingað, gistu hjá mér
og héldu námskeið í ringói í
heila viku,“ segir Sigríður. Ári
síðar sneru Danirnir aftur en þá
með hóp af dönskum ringóspil
urum. Þetta gaf tilefni til að
halda ringómót árið 2007.
En hvernig gekk að kynna
greinina?
„Það var töluverð barátta. Fólk
fussaði og sveiaði í fyrstu. En
þetta hefur gengið vonum fram
ar, sérstaklega eftir að við hóf
um samstarf við UMFÍ um
að kynna greinina áfram. Nú
er farið að spila ringó á Ísa
firði, í Borgarnesi, á Suður
landi og víðar, eins og á Ungl
ingalandsmóti á Egilsstöðum.
Það sem skiptir máli er að halda
þessu við,“ segir Sigríður og
bætir við að ástæðan fyrir því
að ringó hefur notið vinsælda
sé að greinin líkist mjög blaki.
Af þeim sökum hafa blakarar,
sem hættir eru að spila, drifið
sig í ringó.
Íþróttafélagið Glóð var stofnað
upp úr því að hópur Kópavogs-
búa yfir miðjum aldri keppti á
Landsmóti UMFÍ á Sauðárkróki
árið 2004.
Markmið Íþróttafélagsins Glóðar
hefur frá upphafi verið að efla
hreyfingu og hafa áhrif á fæðuval
og heilsu félagsmanna. Æfingar
í ringó eru tvisvar í viku. Auk þess
býður félagið upp á pútt og
boccia, dans, zumba og línu-
dans.
Blakarar drífa sig í ringó
Hvað er ringó?
Í ringó eru notaðir hringir,
í stað bolta í blaki. Þeim
er kastað yfir net og þurfa
mótherjarnir að grípa þá.
Tveir hringir eru notaðir í
hverjum leik og er oft
mikill hasar á vellinum.
Íþróttafélagið Glóð
„Þetta hefur
gengið vonum
framar“.