Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2018, Page 40

Skinfaxi - 01.02.2018, Page 40
40 SKINFAXI Ungmenna­ og íþróttasamband Fjallabyggðar hefur tekið upp breytt fyrirkomulag á útgreiðslu styrkja sveitarfélagsins. Formað­ urinn, Þórarinn Hannesson, tel­ ur breytinguna geta hvatt minni félög til að auka fjölbreytni í starfi sínu. Samþykkt var á ársþingi Ung­ menna­ og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) um miðjan maí sl. að breyta aðferð þeirri sem notuð hefur verið við skipt­ ingu á styrk sveitarfélagsins til aðildarfélaga UÍF. Styrkur sveit­ arfélagsins nemur 6,5 milljón­ um króna á ári til barna­ og unglingastarfs, aldraðra og fatl­ aðra og deilist hann niður á þrettán aðildarfélög UÍF. Fram til þessa hefur í skiptingu fjár­ ins verið tekið mið af ákveðnu hlutfalli iðkenda. Hún er síðan margfölduð með æfingatímum og fleiru tengdu umfangi við­ komandi félags. Með breyting­ unni er í meira mæli tekið mið af starfsemi félagsins, fjölda nám­ skeiða og öðru tengdu starf­ seminni. Fjöldi iðkenda vegur minna en áður. Greitt var út í fyrsta sinn eftir samþykktinni í kjölfar ársþingsins. Ágætis mæting var á þingið eða rúm­ lega 30 manns sem svarar til um 80% fulltrúa aðildarfélaga UÍF. Þórarinn Hannesson, formað­ ur UÍF og formaður Ungmenna­ félagsins Glóa í Fjallabyggð, telur þetta vera sanngjarnari leið þar sem þau félög sem bjóði upp á fleiri námskeið beri meira úr býtum en þau sem haldi fá nám­ skeið. Að sama skapi geti þetta hvatt félög óháð iðkendafjölda til að bjóða upp á fjölbreytta starf­ semi. Það geti skilað sér til félag­ anna í hærri fjárframlögum. Fá meira fyrir fleiri námskeið „Gamla fyrirkomulagið var sett á hjá Íþróttabandalagi Siglufjarð­ ar áður en það sameinaðist Ung­ menna­ og íþróttasambandi Ólafsfjarðar árið 2009. Engin sér­ stök reikniregla var fyrir á Ólafs­ firði sem hægt væri að taka upp og því notuðum við hina áfram. Það var sátt um hana. En senni­ lega var ástæðan fyrir því sú að menn höfðu ekkert kafað ofan í reikninginn og spáð í það hvernig fénu var útdeilt. Það var engin fyrirmynd að breytingunni. En mér fannst útkoman ranglát og ég var búinn að hugsa þetta í talsverðan tíma fyrir ársþingið. Það sem sannfærði mig um að við þyrfum að breyta reglunni var að við erum með félög sem voru með æfingar einu sinni í viku og önnur sem voru með fjórar æfingar í viku. Þau fengu hins vegar borgað jafnmikið fyr­ ir iðkanda, hvort sem hann æfði einu sinni eða oftar í viku,” seg­ ir Þórarinn. Stjórn UÍF skoðaði málið og áttaði sig á að æfingatíminn væri dýrasti og mikilvægasti liður í rekstri hvers félags og hefði meiri áhrif á reksturinn en annað þar sem æfingatími og iðkendafjöldi færi saman. Hvatning til að gera betur Þórarinn viðurkennir að í fyrstu hefði hann talið að minni félög­ in myndu hagnast á breyting­ unni þar sem vægi iðkenda væri minna. Það varð hins vegar ekki raunin. Umfang félaganna varð hins vegar skýrara. „Námskeið voru einfaldlega ekki styrkhæf í fyrri reiknifor­ múlunni sem við notuðum. Sú regla gerði ráð fyrir því að iðkandi hefði æft í þrjá mánuði,” segir Þórarinn. Eftir breyting­ una kveður reiknireglan á um, sem dæmi, að sé hægt til dæmis að halda 20 tíma námskeið með tíu iðkendum. Út úr því fáist 200 klukkustundir af nám­ skeiðahaldi. Þórarinn bætir við að skoðan­ ir hafi verið skiptar í þessu máli. Það breyttist hins vegar þegar hann sýndi fram á að félagið, sem hann er í forsvari fyrir, Umf. Glói, bæri minna úr býtum eftir breytinguna en áður. Skipta styrktarfé með nýjum hætti Þórarinn Hannesson, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.