Skinfaxi - 01.02.2018, Page 44
44 SKINFAXI
Forkólfar miðla þekkingu á hreyfingu
Hreyfivika UMFÍ fór fram dag
ana 28. maí til 3. júní sl. og
tókst með miklum ágætum.
Vikan hefur víða fest sig í sessi
og fjölmargir boðberar hreyf
ingar um allt land hafa unnið
ötullega að því að kynna kosti
þess fyrir landsmönnum að
hreyfa sig reglulega. Átaksverk
efni sem þetta væri ekki fram
kvæmanlegt nema að allir legg
ist á eitt enda er ungmenna
félagshreyfingin rík af sjálf
boðaliðum um allt land. Sjálf
boðaliðarnir láta hlutina gerast
og fá til liðs við sig forkólfa í
samfélaginu til að kynna, kenna
og miðla hinum ýmsu mögu
leikum til hreyfingar.
Viðburðir í Hreyfiviku UMFÍ
eru ávallt fjölbreyttir og er gam
an að sjá hvað margir þétt
býlisstaðir eru iðandi af lífi í
þessari viku.
Í ár gaf UMFÍ út svokallað
Hreyfibingó sem mæltist vel fyr
ir. Þátttakendum gafst þá kost
ur á að taka mynd af sér við ýmis
konar hreyfiverkefni, merkja
myndirnar með myllumerkinu
#minhreyfing og þeir áttu þess
kost að vinna veglega vinninga
frá 66°Norður og Ölgerðinni.
Ungmennafélag Íslands hef
ur síðastliðin sex ár tekið þátt í
þessari evrópsku lýðheilsuher
ferð sem ber nafnið Now We
Move og hluti herferðarinnar
er Hreyfivikan sjálf. Markmið
verkefnisins er að að fá hundr
að milljónir fleiri Evrópubúa
til að hreyfa sig reglulega fyrir
árið 2020. Rannsóknir sýna að
einungis þriðjungur íbúa í
Evrópu hreyfir sig reglulega.
Jafnframt er það markmið
verkefnisins að kynna kosti þess
að taka reglulega virkan þátt í
hreyfingu og íþróttum. UMFÍ
tekur verkefnið sem langhlaup
Við tökum alltaf vel á móti þér og töfrum
fram það besta í eldhúsinu, hvort sem þú vilt
afslappaðan og ferskan hádegismat
eða girnilegan kvöldverð.
Breiðumörk 1c / 810 Hveragerði / 483 4700
hverrestaurant@hverrestaurant.is
www.hverrestaurant.is
Opið 11:30–22:00 alla daga
HAPPY HOUR
ALLA DAGA
KL. 16–18
Fyrsta flokks
veitingastaður
á Hótel Örk í Hveragerði
Eigðu bragðgóða gæðastund
í notalegu umhverfi.
og hvetur alla til að finna uppá
haldshreyfingu sína og stunda
hana reglulega eða að minnsta
kosti í 30 mínútur daglega.