Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.2018, Qupperneq 44

Skinfaxi - 01.02.2018, Qupperneq 44
44 SKINFAXI Forkólfar miðla þekkingu á hreyfingu Hreyfivika UMFÍ fór fram dag­ ana 28. maí til 3. júní sl. og tókst með miklum ágætum. Vikan hefur víða fest sig í sessi og fjölmargir boðberar hreyf­ ingar um allt land hafa unnið ötullega að því að kynna kosti þess fyrir landsmönnum að hreyfa sig reglulega. Átaksverk­ efni sem þetta væri ekki fram­ kvæmanlegt nema að allir legg­ ist á eitt enda er ungmenna­ félagshreyfingin rík af sjálf­ boðaliðum um allt land. Sjálf­ boðaliðarnir láta hlutina gerast og fá til liðs við sig forkólfa í samfélaginu til að kynna, kenna og miðla hinum ýmsu mögu­ leikum til hreyfingar. Viðburðir í Hreyfiviku UMFÍ eru ávallt fjölbreyttir og er gam­ an að sjá hvað margir þétt­ býlisstaðir eru iðandi af lífi í þessari viku. Í ár gaf UMFÍ út svokallað Hreyfibingó sem mæltist vel fyr­ ir. Þátttakendum gafst þá kost­ ur á að taka mynd af sér við ýmis­ konar hreyfiverkefni, merkja myndirnar með myllumerkinu #minhreyfing og þeir áttu þess kost að vinna veglega vinninga frá 66°Norður og Ölgerðinni. Ungmennafélag Íslands hef­ ur síðastliðin sex ár tekið þátt í þessari evrópsku lýðheilsuher­ ferð sem ber nafnið Now We Move og hluti herferðarinnar er Hreyfivikan sjálf. Markmið verkefnisins er að að fá hundr­ að milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Rannsóknir sýna að einungis þriðjungur íbúa í Evrópu hreyfir sig reglulega. Jafnframt er það markmið verkefnisins að kynna kosti þess að taka reglulega virkan þátt í hreyfingu og íþróttum. UMFÍ tekur verkefnið sem langhlaup Við tökum alltaf vel á móti þér og töfrum fram það besta í eldhúsinu, hvort sem þú vilt afslappaðan og ferskan hádegismat eða girnilegan kvöldverð. Breiðumörk 1c / 810 Hveragerði / 483 4700 hverrestaurant@hverrestaurant.is www.hverrestaurant.is Opið 11:30–22:00 alla daga HAPPY HOUR ALLA DAGA KL. 16–18 Fyrsta flokks veitingastaður á Hótel Örk í Hveragerði Eigðu bragðgóða gæðastund í notalegu umhverfi. og hvetur alla til að finna uppá­ haldshreyfingu sína og stunda hana reglulega eða að minnsta kosti í 30 mínútur daglega.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.