Skinfaxi - 01.02.2018, Side 45
SKINFAXI 45
54% Evrópubúa hreyfir sig reglulega
Æ færri hreyfa sig nú en fyrir
fjórum árum, samkvæmt nýleg-
um niðurstöðum könnunar sem
gerð var fyrir framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins og
nefnist Eurobarometer*.
Í könnuninni kom fram að
54% þátttakenda innan aðild-
arríkja Evrópusambandsins
(ESB) stundi íþróttir af ein-
hverju tagi. Þetta eru 4% færri
en árið 2014 þegar sambæri-
leg könnun var gerð síðast.
Fram kemur í könnuninni að
á þessum fjórum árum hafi
staðan batnað í Belgíu, Lúxem-
borg, Finnlandi, á Kýpur, í Búl-
garíu og á Möltu.
Tekið er sérstaklega fram að
mikill kraftur hafi farið í að
auka hreyfingu hjá ungu fólki.
Lengri tíma, jafnvel nokkur ár
til viðbótar, þurfi til að breyta
lífsstíl eldra fólks og fá það til
að hreyfa sig meira en áður.
Vinnuveitendur eru hvattir til
að gera allt hvað þeir geta til
að fá starfsfólk sitt til að hreyfa
sig meira, bæði í vinnu og eftir
hana. Það sama má segja um
yfirvöld í borgum og bæjum.
* Könnunin var gerð dagana 2 –11. desember árið 2017, í 28 ríkjum
ESB. Þátttakendur voru um 28.000 talsins. Þetta er sambærileg könnun
og þær sem gerðar voru árin 2002, 2009 og árið 2013.
Helstu niðurstöður Eurobarometer:
• Fólk hreyfir sig mest utandyra utan skipulagðs frítíma
(40%) og á heimilum sínum (32%).
• 15% Evrópubúa ganga skemur en 10 mínútur í einu
– alla vikuna.
• 12% íbúa innan ESB sitja í meira en 8½ klukkustund
á hverjum degi.
• 40% þátttakenda í könnuninni segjast ekki hafa
nægan tíma til að hreyfa sig.
• 54% þátttakenda segjast hreyfa sig til að bæta heilsuna.
• 47% stunda hreyfingu til að komast í betra form.
Hve oft æfir þú eða iðkar íþróttir?
Aldrei 46%
Reglulega 7%
Nokkuð
reglulega 33%
Sjaldan 17%
Set ehf
Eyravegi 41
800 Selfoss
Sími: 480 2700
set@set.is
set.is
Forn menningarríki hófu gerð
vatnsrenna og lagnastokka fyrir mörgum
árþúsundum. Síðar voru þróaðar
vatnsbrýr og málmpípur til að veita
vatni til ræktunar, þvotta og drykkjar.
Egyptar, Grikkir og Rómverjar áttu mikla
verkmenningu á þessu sviði, en vatnsbrýr
Rómverja eru enn í dag taldar meðal
helstu verkfræðiafreka mannkyns.
Lagnagerð er því með elstu iðngreinum
sögunnar og hefur þróast með tímanum.
Með nýjustu tækni og aðferðum hefur
röraverksmiðjan Set skapað sér sérstöðu
á heimsvísu með fjölbreytileika í
framleiðslu, ásamt því að vera mikilvægur
þátttakandi í uppbyggingu og nýsköpun í
íslensku samfélagi.
Set ehf röraverksmiðja
Viðtæk þekking, reynsla og geta fyrirtækisins setur
það í flokk á meðal helstu röraframleiðenda Evrópu.