Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.2018, Qupperneq 47

Skinfaxi - 01.02.2018, Qupperneq 47
 SKINFAXI 47 Sabína Steinunn Halldórsdóttir hefur verið verkefnastjóri hreyfiviku UMFÍ frá upphafi. Hún segir nauðsynlegt að hampa almenningsíþróttum því afreksíþróttir fái allt kastljósið. „Ég er alin upp við hreyfingu. Fyrstu minn­ ingar mínar eru gönguferðir með móður minni eldsnemma á morgnana á Laugar­ vatni. Fólk var að hneykslast á mömmu fyrir að fara í gönguferðir með stelpuna. En mamma er helsta fyrirmynd mín hvað hreyf­ ingu varðar enda finnst mér fátt skemmti­ legra en að taka þátt í íþróttum og hreyf­ ingu með vinum mínum,“ segir Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi Ung­ mennafélags Íslands (UMFÍ). Skemmtileg hreyfing smitaði út frá sér á milli kynslóða enda er Sabína íþrótta­ og heilsufræðingur og verkefnastjóri hreyfiviku UMFÍ á Íslandi. Hreyfivikan er samevrópskt verkefni sem var ýtt úr vör árið 2012 til að hjálpa fólki, sem hreyfir sig lítið, til að standa upp úr stólnum og bæta lífið með hreyfingu. UMFÍ hefur verið með frá upphafi og hefur verkefnið notið mikilla vinsælda á hverju ári. Vinsældirnar skýrast öðru fremur af því að svokallaðir boðberar hreyfingar, ástríðu­ fullir sjálfboðaliðar sem finnst gaman að hreyfa sig og fá aðra með sér í hreyfinguna, hafa verið ötulir málsvarar verkefnisins. Mikilvægt að draga úr kyrrsetu „Markmið hreyfiviku UMFÍ hefur frá upp­ hafi verið að draga úr kyrrsetu og auka ánægju fólks af því að hreyfa sig. Þetta er ekki átak heldur viðhorf. Hreyfing eykst ekki nema það sé gaman að hreyfa sig og þegar fólk hreyfir sig meira dregur sjálf­ krafa úr kyrrsetunni. Boðberar hreyfingar um allt land hafa unun af því að hreyfa sig og smita gleðinni út frá sér. Þeir eru drif­ krafturinn og hafa jákvæð áhrif á aðra. Þegar vel tekst til hjálpa boðberarnir fólki til að finna uppáhaldshreyfingu sína sem þeir fara að stunda og njóta þess um leið. Það er svo mikilvægt að finna gleðina í hreyfingunni. Þetta hefur tekist svo vel að á mörgum stöðum bókstaflega iðar sam­ félagið af lífi,“ segir Sabína. Frá upphafi hreyfivikunnar hefur legið fyrir að hún verði í gangi í átta ár. Þeim tíma lýkur árið 2020 og aðeins tvö ár eru eftir. Sabína segir mikið hafa áunnist á þeim árum sem liðin eru. „Hreyfingarleysi er vá og þess vegna fórum við af stað með verkefnið á sínum tíma. Hreyfivika UMFÍ sýnir að það er nauðsynlegt að hafa verk­ efni sérstaklega fyrir almenningsíþróttir í öllum löndum Evrópu. Við verðum að vera vakandi fyrir því að kynna fólki hreyfingu og gildi hreyfingar. Það er hægt að stunda hreyfingu hvenær sem er og hvar sem er. Æ fleiri eru að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að hreyfing sé hluti af daglegu lífi. Nú er verið að auka hreyfingu sem hluta af skóla­ lífinu, með sama hætti og endurvinnsla er nú orðin hluti af daglegu lífi,“ segir Sabína og leggur aftur áherslu á að hreyfing verði að vera skemmtileg svo að fólk vilji stunda hana. Fólk verði einfaldlega að leyfa sér að finna barnið innra með sér og leyfa sér að hafa aftur gaman af því að hreyfa sig. Hreyfing er fjölskylduleikur „Það sem mestu skiptir, til að gera hreyfingu að skemmtilegum leik, er að gera hana að áhugamáli fjölskyldunnar, einhverju sem börnin bíða eftir að gera með foreldrum sín­ um. Það geta verið gönguferðir, stuttir hjóla­ túrar eða hvaðeina og jafnvel setja eitthvað spennandi í bakpoka til að hafa með, s.s. nesti, sjónauka eða bók. Foreldrar eru helstu fyrirmyndir barnanna og þegar þeir gera hreyfinguna skemmtilega smitar það út frá sér,“ segir Sabína og bætir við að boðberar hreyfingar í hreyfiviku UMFÍ séu eins og skemmtilegir foreldrar. „Boðberar hreyfingar eru hugmyndaríkir og snillingar í því að gera hreyfingu að leik og þeir gera hana skemmtilega enda standa þeir fyrir fjölbreyttum viðburðum um allt land alla hreyfivikuna,“ segir Sabína. PANTAÐU Á NETINU blackbeachtours.is info@blackbeachtours.is Sími: 625 0500 RIB BÁTAFERÐIR, FJÓRHJÓLAFERÐIR, SJÓSTÖNG OG ÚTSÝNISFERÐIR Mamma er fyrirmyndin mín í hreyfingu

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.