Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2018, Síða 48

Skinfaxi - 01.02.2018, Síða 48
48 SKINFAXI Haustið 2017 tók Hjörleifur K. Hjörleifsson að sér að verða formað ­ ur sambandsins. Laufey Helga Árnadóttir tók svo við af Garðari sem framkvæmdastjóri. Í desember greindust síðan fyrstu merki um líf í gömlum kroppi þegar héraðsþing HSH var haldið í Ólafsvík. Þar voru ársreikningar síðastliðinna tveggja ára lagðir fram og kosið í stjórn. Á þingið mættu 45 þingfulltrúar frá öllum aðildarfélögum og var það meira en reiknað var með. Laufey sagði eftir þingið kraft í sambandinu og horfði allt til betri vegar fyrir íþróttafólk og ungu kynslóðina á svæði HSH. Meiri samvinna skilar árangri Héraðsþing HSH var svo haldið í apríl og komu þar fram ýmsar hugmyndir sem taldar voru geta eflt starfsemina enn frekar. „Þetta voru í fyrsta lagi hugmyndir sem lutu að því að auka samstarf aðildarfélaga HSH og ýmislegt fleira til úrbóta. Við erum að skoða útfærslur á því en erum engu að síður farin að vinna betur saman,“ segir Laufey. Samvinnan er lykill að endurreisn HSH HSH­fólk þekkir vel til samstarfsverkefna og hefur sambandið verið lykilaðili í SamVest, samstarfi sjö héraðssambanda á Vestur­ landi og Vestfjörðum í frjálsum íþróttum um nokkurra ára skeið. Íþróttadagar HSH eru enn eitt samvinnuverkefnið en hugmynd­ in kom fram hjá stjórn HSH í vetur. Á íþróttadögum heldur eitt aðildarfélag HSH hverju sinni dag sem tileinkaður er starfi þess og það er kynnt fyrir gestum og gangandi. HSH vinnur með aðildar­ félaginu að því að kynna daginn. „Þetta var hugmynd sem kom upp í vetur til að kynna betur fyrir iðkendum HSH hvað sé í gangi hjá öðrum félögum. Við erum frekar smá hvert í sínu horni en sterkari saman. Í Stykkishólmi er körfu­ bolti mjög sterkur og fótbolti í Snæfellsbæ. Grundfirðingar stunda blak og svo eru frjálsar íþróttir í Staðarsveitinni, sem dæmi. Við leit­ uðum til félaganna með uppástungu um að þau myndu halda einn dag og kynna íþróttina fyrir öðrum innan HSH. Fólk tók mjög vel í það,“ segir Laufey. Verkefnið byrjaði í apríl sl. og var frá upphafi stefnt að því að það stæði inn í sumarið. Skurkur var gerður í starfi Héraðssambands Snæfells- og Hnappadalssýslu í fyrrahaust. Nauðsynlegt þótti að grípa til aðgerða. Enginn formaður hafði verið við stýrið í þrjú ár og treglega hafði gengið að fá fólk til starfa í stjórnina. Héraðsþing hafði heldur ekki verið haldið um hríð og hafði Garðar Svansson framkvæmdastjóri ekki undan að sinna verkefnunum.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.