Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.2020, Qupperneq 4

Skinfaxi - 01.03.2020, Qupperneq 4
4 S K I N FA X I Breytingar eru hluti af lífinu. Oftast nær eru þær hluti af samfelldu ferli eða þróun, sem gjarna er drifin áfram af tæknilegum framförum, er hefur síðan áhrif á umhverfi okkar og menningu. Yfirleitt ger- ast breytingar hægt og þannig fléttast þær saman við daglegt líf okkar án þess að við tökum sérstaklega eftir því. Það er því sjaldnast að við áttum okkur á breytingum nema þegar við hugsum til baka og rifjum upp gamla tíma. Við, sem erum á miðjum aldri, munum þá tíð að fara þurfti í banka til að greiða reikn- inga. Þá var sjónvarpsdagskráin líka línuleg og fyrirfram ákveðin. Ef einhver missti af dagskrárlið varð við það að sitja enda var útilokað að teygja sig í fjarstýringuna og renna yfir liðið efni. Ungu fólki þykir núna sjálfsagt að geta greitt reikninga eða milli- fært peninga hvar og hvenær sem er. Það eina sem þarf er netsamband. Sama má segja um sjónvarp. Við höfum öll einhvern tíma átt okkur uppáhaldsframhaldsþætti og beðið misþolinmóð eftir að nýr þáttur birtist í hverri viku. Nú getum við nýtt streymisveit- ur og hámhorft á heilu þáttaraðirnar á ein- um degi. Öðru hverju gerast ófyrirsjáanlegir atburð- ir sem hafa afgerandi áhrif á líf okkar. Slíkan atburð hafa fræðimenn kallað „Svartan svan“ (Black Swan). Eins og nafnið gefur til kynna er um afar sjaldgæfan atburð að ræða, jafn- vel eitthvað sem sumir myndu telja útilokað að gæti gerst. Viðburðir af þessu tagi hafa mikil áhrif á daglegt líf okkar og geta haft víðtæk efnahagsleg áhrif á samfélagið. COVID-19 er Svartur svanur. Við þekkjum öll hvaða áhrif faraldurinn hefur haft á dag- legt líf okkar, afleiðingarnar geta komið mis- jafnlega við okkur, bæði efnahagslega og heilsufarslega en ekkert okkar hefur komist ósnert frá faraldrinum. Fyrir íþróttahreyfinguna hefur COVID-19 verið þungt högg. Áhrif á starfsemi félag- anna hafa verið mikil. Æfingar hafa lagst af og viðburðum verið frestað með tilheyrandi missi fyrir iðkendur og tekjutapi félaga. Þá hafa stuðningsaðilar orðið fyrir áföllum sem hafa gert þeim ókleift að standa við samn- inga. Samt er mesti skellurinn sá sem þjóðfélagið hefur orðið fyrir. Hann verður ekki metinn til fjár. Börn og unglingar hafa misst af æfingum og því félagslega uppeldi sem íþróttahreyfingin hefur veitt æsku þjóðarinnar undanfarna áratugi. Kannanir hafa margsinnis sýnt fram á mikilvægi iðkunar íþrótta sem forvarna fyrir ungt fólk og brottfall þeirra er mikið áhyggjuefni þar sem það skilar sér að líkindum í auknum kostnaði sam- félagsins í náinni framtíð. Íþróttahreyfingin hefur engu að síður sýnt mikla hugkvæmni og dirfsku í því að bregðast við breyttum aðstæðum. Með nær engum fyrirvara hafa verið skipulagðar fjaræfingar og iðkendur hafa fengið til sín einstaklingsæfingar með samfélagsmiðlum og öðrum rafrænum hætti. Full ástæða er til að þakka öllu því góða fólki sem lagt hef- ur hönd á plóg til að gera þetta að veru- leika. Það er alls ekki ósennilegt að til fram- tíðar verði samfélagsmiðlar og rafræn dreifing nýtt til að koma æfingum til skila og gera iðkendum kleift að æfa meira og verða betri íþrótta- og afreksmenn. Að lokum má ekki gleyma ómetanleg- um stuðningi ríkis og sveitarfélaga við íþróttastarfið á erfiðum tímum. Eflaust hafa margir í hreyfingunni skoðun á umfangi stuðningsins og dreifingu hans. Við erum hins vegar öll þakklát fyrir aðstoðina og munum leitast við að nýta hana sem best til góðra verka. Gleðilega hátíð. Guðmundur G. Sigurbergsson, gjaldkeri UMFÍ Efnisyfirlit 14 Halla Hrund: Býr enn að leikgleði trúðanámskeiðsins á Grænlandi. 20 Bjarni Benediktsson: Miklir hvatar fyrir íþróttafélög. 32 Takk, sjálfboðaliðar. Leiðari Brugðist við af dirfsku gegn Svarta svaninum 18 Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi rokkar. 6 Stofnaði deild fyrir uppáhaldsíþróttina. 8 Saga Stjörnunnar. 10 Samdi lag um dvölina í lýðháskóla á nokkrum tungumálum. 11 Sýnum karakter hefur jákvæð áhrif. 12 Sportabler og Nórakerfið sameinast. 22 Risaaðstoð samþykkt á Alþingi. 22 UMFÍ greiðir aukaúthlutun Lottó. 23 Góður hagur af starfi Getrauna. 24 Hvernig varð Umf. Þjótandi til? 26 Hvert stefnir félagið þitt? 29 Hvaða reglur gilda um ljósmyndir af iðkendum? 30 Stjórnskipulag framtíðarinnar. 34 Eineltisstefna Æskulýðsvettvangsins. 36 Hreyfivika UMFÍ 2020. 38 Hvernig byrjar maður að hlaupa? 41 Fengu verðlaun fyrir litla matarsóun. 42 Sjálfboðaliðar endurnýja skíðasvæði Mývetninga.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.