Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.2020, Qupperneq 20

Skinfaxi - 01.03.2020, Qupperneq 20
20 S K I N FA X I Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti síðla árs fyrir frumvarpi um framlög ein- staklinga og atvinnurekenda til almannaheilla- starfsemi, þar á meðal íþróttafélaga. Í frum- varpinu er mælt fyrir auknum hvötum til að styðja við almannaheillastarfsemi, þar á meðal eru ýmsar undanþágur frá greiðslu skatta, und- anþága frá greiðslu stimpilgjalda og auk þess geti slíkir aðilar sótt endurgreiðslu allt að 60% greidds virðisaukaskatts af vinnu manna á byggingarstað við byggingu, viðhald eða end- urbætur á mannvirkjum sem eru alfarið í eigu þeirra. Þá er lögð til undanþága frá greiðslu erfðafjárskatts af gjöfum til aðila í almanna- heillastarfsemi. Það liggur beint við að spyrja Bjarna nokk- urra spurninga um frumvarpið. Viltu lesa frumvarpið og lesa umsagnir við það? Þú getur gert það hér: UMFÍ sendi inn umsögn um frumvarpið og lýsti yfir mikilli ánægju með það. Í umsögninni segir að UMFÍ hafi lengi mælt fyrir því að skatta- legt fyrirkomulag frjálsra félagasamtaka hér á landi verði fært nær því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Sérhvert skref á þeirri leið sé skref í rétta átt. Þá segir í umsögn UMFÍ að með frumvarpinu séu stigin stór skref fram á við í málefnum félaga í þriðja geiranum, bæði Er horft til þess að þessi breyting muni auka gjafir frá einstaklingum og fyrirtækjum til muna? Já, tvímælalaust. Þetta nýr hvati fyrir ein- staklinga sem hefur ekki verið til staðar í áratugi og vonast ég til að fólk nýti tæki- færið til að stórauka stuðning sinn við þessa mikilvægu starfsemi. Hvað fyrirtækin varðar getum við horft til reynslunnar, en þegar frádráttarheimildin hækkaði úr 0,5% í 0,75% jukust gjafir og framlög um þriðj- ung milli ára – eða um einn milljarð króna. Nú erum við að tvöfalda frádráttarheim- ildina, svo að ég á von á að framlögin auk- ist verulega við það. Er frumvarpið nýjung á Ísland eða hefur verið til eitthvað sambæri- legt form fyrir gjafir? Í gildandi lögum er til staðar frádráttar- heimild fyrir atvinnurekstraraðila sem nem- ur 0,75% af árstekjum. Aftur á móti erum við nú að tvöfalda þá heimild auk þess að bæta öðru eins við þegar kemur að fram- lögum til grænna verkefna. Á áttunda og níunda áratug síðustu ald- ar var til staðar heimild í skattalögum fyrir einstaklinga til að draga frá tekjum sínum einstakar gjafir til líknarmála upp að ákveðnu marki. Sú heimild var hins vegar felld niður með lögum 1987. Með tillögum mínum erum við að inn- leiða slíka heimild upp á nýtt og bæta vel í en auk þess erum við að búa til heild- stæðari skilgreiningu utan um almanna- heillastarfsemi – í stað þess að horfa á mats- kennd atriði um „einstaka gjafir til líknar- mála“. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hver er staðan nú? Málið er til meðferðar inni í þinginu, en ég á von á að það verði afgreitt upp úr ára- mótum. Þetta er stjórnarfrumvarp og ég held að flestir þingmenn sjái hversu já- kvæðar og mikilvægar breytingarnar verða fyrir samfélagið allt. Ég á ekki von á öðru en að um frumvarpið verði áfram breið sátt, eðli málsins samkvæmt, og það verði afgreitt sem lög á nýju ári. Hvaða væntingar hefur þú til þessara breytinga? Ég hef miklar væntingar til málsins og sé fyrir mér að það geti stórbætt umhverfi almannaheillastarfsemi. Bæði kemur það sér vel fyrir félögin sjálf en ekki síður fyrir einstaklinga, sem geta með þessu ráð- stafað stærri hluta tekna sinna til góðra málefna að eigin vali án milligöngu ríkisins. Hvernig líst þér á frumvarpið? Þetta er mál sem hefur verið mér hugleikið lengi. Það sem upphaflega kveikti hjá mér áhuga á því var að Vestur-Íslendingur að nafni Don Johnson kom að máli við mig þeg- ar ég var heiðursgestur á Íslendingadegin- um í Vesturheimi árið 2012. Hann hafði haft frumkvæði að því að þessi mál væru skoðuð í Kanada á sínum tíma og hvatti mig eindreg- ið til að standa fyrir sambærilegum breyting- um hér á landi, vegna þess að við þær hafði losnað um gríðarlega mikið fé úr einkageir- anum til ýmiss konar góðgerðamála vestan- hafs. Þegar ég fór að skoða löggjöfina hér komst ég að því að ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar fylgdu þessu hér á landi mjög þröng skilyrði og ekki endilega auðvelt að halda úti almannaheillastarfsemi hér á landi. Allt frá þessum tíma hef ég viljað leita leiða til að bæta þetta umhverfi almannaheillastarf- seminnar og færa það nær því sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Ég er því vægast sagt ánægður með að frumvarpið skuli vera komið á þetta stig, enda býr mikil vinna að baki. Með breyting- unum styrkjum við ekki bara grundvöll almannaheillastarfsemi heldur sendum við líka skýr og verðskulduð skilaboð til þeirra sem að henni standa. Þannig segjum við sem samfélag einfaldlega: Þakkir fyrir okkur, við kunnum að meta framlag ykkar. hvað snertir skattalegt hagræði og hvata til að gera betur og til að fá til starfa sjálfboða- liða hjá öflugum félagasamtökum. Miklir hvatar fyrir íþróttafélög

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.