Skinfaxi - 01.03.2020, Síða 24
24 S K I N FA X I
Guðmunda Óladóttir var kjörin fyrsti formaður Ungmenna-
félagsins Þjótanda í Flóahreppi á stofnfundi félagsins sem haldinn
var í Félagslundi 16. nóvember 2015. Stofnfélagar voru 38 talsins
og voru á mjög breiðu aldursbili. Félagið varð til á grunni þriggja
ungmennafélaga sem höfðu starfað í áratugi í gömlu hreppunum
þremur, þ.e. Umf. Samhygð í Gaulverjabæjarhreppi, Umf. Vaka í
Villingaholtshreppi og Umf. Baldur í Hraungerðishreppi. Guð-
munda var áður formaður Umf. Vöku og tók þátt í undirbúningi og
stofnun Umf. Þjótanda.
Skólastarfið kveikjan að sameiningunni
Þegar Guðmunda er spurð hver hafi verið kveikjan að sameiningunni
segir hún að upphaf sameiningarinnar megi rekja til stofnunar Flóa-
skóla árið 2004 en þá sameinuðust hrepparnir þrír í Flóanum um að
reka sameiginlegan skóla. Frekari sameining á svæðinu varð svo 2006
þegar hrepparnir þrír sameinuðust í Flóahrepp.
„Eftir að allir krakkarnir í Flóanum fóru að vera saman í skóla breytt-
ist líf þeirra mikið félagslega. Vinahópar urðu blanda úr öllum ung-
mennafélögunum og hreppamörk urðu óskýrari. Krakkarnir áttu erfitt
með að skilja af hverju þeir kepptu á móti hvert öðru á íþróttamótum
og væru ekki að sækja sömu viðburði innan sveitar, t.d. páskabingó.
Til þess að koma til móts við vilja krakkanna í hreppnum var ákveðið
að hefja sameiginlegar íþróttaæfingar á vegum félaganna þriggja auk
þess sem ákveðið var að senda sameiginlegt keppnislið á mót innan
héraðs árið 2009. Sífellt fleira varð sameiginlegt hjá félögunum þremur
sem kostaði mörg samtöl milli formanna félaganna og allar ákvarðana-
tökur urðu erfiðari þar sem þær urðu að fara í gegnum þrjár stjórnir.
Að lokum voru formennirnir farnir að ræða það sín á milli að líklega
væri einfaldast að vera með eitt ungmennafélag í sveitinni.“
Eldri félagsmenn vandamál,
krakkarnir aldrei
„Hugmyndin var búin að vera á sveimi innan stjórna félaganna í dágóð-
an tíma en lengi vel þorði enginn að viðra hana út á við. Búist var við að
henni yrði illa tekið af stórum hópi félaga, einkum eldri félagsmönnum.
Við vissum að krakkarnir yrðu aldrei vandamál,“ segir Guðmunda.
Sameining þriggja
ungmennafélaga
í Flóanum:
Hvernig varð
Ungmennafélagið Þjótandi til?
Hátíðahöld á 17. júní í Einbúa, svæði Ungmennafélagsins Þjótanda.
Keppendur á Flóamótinu, frjálsíþróttamóti fyrir grunnskólakrakka. Ræst í Víðavangshlaupi Umf. Þjótanda.