Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.2020, Page 29

Skinfaxi - 01.03.2020, Page 29
 S K I N FA X I 29 Hvaða reglur gilda um ljósmyndir af iðkendum? Myndir af iðkendum og félagsmönnum íþróttafélaga prýða tímarit, skýrslur og miðla íþróttafélaga, veggi íþróttahúsa og félagsaðstöðu. En hverjar eru reglurnar? 3. Má senda myndir af iðkendum áfram til fjölmiðla eða þriðja aðila? Persónuvernd bendir á að sérstök sjónarmið gilda um myndbirt- ingar fjölmiðla, þar sem ákvæði persónuverndarlaganna gilda ekki nema að takmörkuðu leyti um þá vinnslu persónuupplýs- inga sem fer fram í þágu fjölmiðlunar og fréttamennsku. Ekki er því alltaf nauðsynlegt fyrir fjölmiðla að afla samþykkis fyrir mynd- birtingum, hafi þær fréttagildi og eigi erindi við almenning. Tekið skal fram að í svari við almennri fyrirspurn tekur Persónu- vernd ekki bindandi afstöðu til þess hvort farið hafi verið að lög- um í tilteknu tilviki. 2. Mega íþróttafélög birta myndir af iðkendum á barnsaldri í íþróttum? Þá þurfa einstaklingar að fá fullnægjandi fræðslu um þá vinnslu sem fer fram. Í tilviki leik- og grunnskólabarna hefur verið farin sú leið að foreldrar undirriti samþykkiseyðublað, jafnvel flokkað niður í samþykki fyrir mismunandi tegundum myndatöku, þ.e. einstaklingsmyndatökur, hópmyndatökur, myndatökur þriðju aðila o.s.frv. og eins eftir því hver tilgangur myndatökunnar er, þ.e. birting á vefsíðu íþróttafélagsins, miðlun til fjölmiðla o.s.frv. Loks skal þess getið að persónuupplýsingar barna njóta sér- stakrar verndar, sem taka þarf mið af ef um er að ræða ólögráða einstaklinga. Þá vekur Persónuvernd athygli á tilmælum stofnun- arinnar varðandi notkun samfélagsmiðla hjá þeim sem starfa með börnum en í þeim beinir Persónuvernd þeim tilmælum til m.a. skóla og íþróttafélaga að nota ekki Facebook eða aðra sam- félagsmiðla fyrir miðlun persónuupplýsinga um ólögráða börn, hvort heldur sem um almennar eða viðkvæmar persónuupp- lýsingar er að ræða. 1. Hvaða reglur gilda og hvernig er best að snúa sér í þeim málum vilji félagið birta myndir af börnum? Öll vinnsla persónuupplýsinga þarf að byggjast á heimild í pers- ónuverndarlögum og samrýmast meginreglum persónuverndar- laga, en í því felst meðal annars að hún fari fram í skýrum og mál- efnalegum tilgangi. Sérhvert íþróttafélag, sem vinnur persónu- upplýsingar um börn í starfi sínu, ber ábyrgð á slíkri vinnslu. Það er ávallt hlutverk þessara aðila, þ.e. ábyrgðaraðila, að gæta að því að öll vinnsla persónuupplýsinga sé í samræmi við persónu- verndarlög. Almennt telst birting ljósmynda af persónugreinanlegum ein- staklingum til vinnslu persónuupplýsinga, en fræðsluefni um myndbirtingar má finna á vef Persónuverndar. Hér er mikilvæg- ast að samþykki foreldra, og eftir atvikum barnanna sjálfra, liggi fyrir. Á vef Persónuverndar má finna nánari upplýsingar um hvaða kröfur eru gerðar til samþykkis í persónuverndarlögum, m.a. um afturköllun þess. Ítarlegri upplýsingar: personuvernd.is Við sendum þrjár spurningar til Persónuverndar um hvað megi og hvað megi ekki. Svörin eru eftirarandi:

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.