Skinfaxi - 01.03.2020, Page 30
30 S K I N FA X I
Skipulag fyrirtækja og félagasamtaka hefur breyst mikið á
síðastliðnum tíu árum. Mörg þeirra virðast þó enn föst í hefð-
bundnum aðferðum vanafastra stjórnenda. En fortíðin heyrir
sögunni til. Félagasamtök þurfa að geta lagað sig að nýjum
og breyttum tímum. Sveigjanleiki er lykilorðið í dag.
Fram kemur í skýrslunni Global Human Capital Trends, sem
endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið Deloitte vinnur reglu-
lega, að sú kvöð fylgi tæknivæðingunni að allir verði að fylgja
með. Stjórnendur, fyrirtæki og félagasamtök, sem fylgja
ekki tímans rás, dragist hægt og rólega aftur úr og heltist að
lokum úr lestinni.
Það eigi bæði við um fólk og félög – ekki síður en stjórn-
endur sem verða að vera fljótir að tileinka sér nýja stjórnunar-
hætti í takt við nútímann. Þeir verði að hlusta og vinna með
öðrum.
Félagasamtök
Lauslega byggt á umfjöllun Deloitte Insights.
Aðferðir
til að bæta
sveigjanleika
+ Það tekur á að stíga inn í framtíðina. Til að það takist
þarf að breyta viðhorfum og vinnulagi.
+ Nýtt vinnulag er þreytandi og fólk mun gera mistök. En mikilvægt
er að læra af þeim enda er um að gera að prófa sig áfram og gera
tilraunir. Þegar upp er staðið mun erfiðið skila sér í meiri afköstum,
árangri og betra samstarfi.
+ Stjórnendur verða að hætta að ráðskast og leyfa starfsfólki að njóta sín.
+ Mikilvægt er að leyfa sér að búa til, vera skapandi. Að opna dyr
að samstarfi og samvinnu.
+ Hefðbundið skipulag félagasamtaka einkennist af verkefna-
stýringu þar sem hver og einn sinnir sínu. Formið er fastmótað.
Þetta hentar ekki í breyttum heimi þar sem taka þarf ákvarðanir
með hraði og gefa grænt ljós á að prófa sig áfram til að sjá
hvað skilar árangri.
+ Mikilvægt er að hvetja til sveigjanleika og styrkja
starfsfólk í því að prófa eitthvað nýtt, taka
áhættu, koma með nýjar tillögur og
vinna í síbreytilegu umhverfi.
Nokkur atriði um skrefin
inn í framtíðina
Hefðbundnar aðferðir Nýjar aðferðir
Skipulag sem miðar að virkni og árangri.
Skipulag sem hefur að markmiði að auka hæfni einstaklinga og
breyta vinnulagi með það fyrir augum að bæta þjónustu við
félagsmenn.
Formfast og þekkt stjórnskipulag sem lítur út eins og píramídi.
Fjöldinn er neðst. Stjórnendum fækkar eftir því sem ofar dregur.
Einn er á toppinum sem heldur um alla þræði.
Skipulag sem byggir á verkefnum og vinnuhópum sem sinna hver
sínum verkefnum, tiltekinni þjónustu og afmörkuðum hópum
félagsmanna.
Eina leiðin til að færast ofar innan skipulagsins er að hækka um eitt
þrep í einu, s.s. með stöðuhækkun í einhverju formi.
Fjölbreytt og þverfagleg reynsla og stjórnunarhættir leiða til
þróunar í starfi og auka líkur á því að fá meiri ábyrgð.
Stöðuhækkanir leiða til þess að starfsfólk verður leiðtogar. Áhrif þeirra sem fá fleiri fylgjendur með sér í lið aukast.
Stjórnendur stýra. Stjórnendur leiða.
Menningin skipulagseiningarinnar einkennist af ótta við mistök og
hvað öðrum finnist.
Starfsfólk finnur til öryggis, það leggur áherslu á og tekur þátt í
nýsköpun.
Félagið/einingin byggir á skýrum reglum. Reglur eru ósýnilegar og líkjast fremur almennum viðmiðum en
skýrum reglum.
Hlutverk og störf eru skýrt skilgreind. Fólk vinnur í teymum sem eru með vel skilgreind markmið.
Starfsheiti og titlatog skipta engu máli innan teymanna.