Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.2020, Page 31

Skinfaxi - 01.03.2020, Page 31
 S K I N FA X I 31 Óskum viðskiptavinum og öðrum landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum viðskiptin á árinu! PGV FRAMTÍÐARFORM EHF P L A S T G L U G G A V E R K S M I Ð J A BÆJARHRAUNI 24, 220 HAFNARFIRÐI - SÝNINGARSALUR ÆGISGATA 2A, 240 GRINDAVÍK - VERKSMIÐJA 510-9700 I WWW.PGV.IS Kostir samstarfs + Enginn vinnur einn. Hefðbundið skipulag gerir ráð fyrir því að hver vinnur í sínu horni. En staðreyndin er sú að samstarf skilar meiri árangri. Samkvæmt könnun Deloitte telja aðeins 14% stjórnenda að klassíska stjórnskipu- lagið – píramídafyrirkomulagið – skili mestum árangri. Á sama tíma hafa þeir stjórnendur – og félagasamtök – náð mestum árangri þar sem lögð er áhersla á teymisvinnu. + Fólk vinnur best saman í litlum hópum. Árangurinn verður líka meiri eftir því sem starfsfólkið situr nær hvert öðru eða boðleiðirnar styttri. + Þau félagasamtök ná meiri árangri þar sem hefð er fyrir því að hvetja teymi og einstaklinga til þess að vinna saman og þar sem teymin deila upplýsingum sín á milli. + Ekkert teymi er komið til þess að vara að eilífu. Títt er hjá framsæknum fyrirtækjum og félagasamtökum að búa til teymi sem ætlað er að vinna saman í ákveðinn tíma og skila af sér ákveðnu verkefni. Þegar markmiðinu er náð er teymið leyst upp og einstaklingarnir settir í önnur verkefni. Nýtum tæknina + Mikilvægt að nýta tækni og hugbúnað til að auka skilvirkni innan skipulagsins og halda utan um starfsemina. Það kallar á breytt vinnulag sem fólk þarf að tileinka sér. + Stjórnendur félagasamtaka eru ekki endilega þeir bestu til að innleiða nýja tækni og aðferðir. Þeir geta hins vegar fundið þá sem hæfastir eru til að leiða það innan félagsins. + Fjölda af tólum og tækjum er hægt að nota til að einfalda og bæta starfið. Margir þekkja orðið Google Drive, Microsoft Teams, Facebook, Zoom og allan þann fjölda sem fólk hefur orðið að læra á vegna breyttra vinnuhátta í tengslum við COVID-19. Þessi tól nýtast einmitt afskaplega vel í teymisvinnu. + Verið opin fyrir því hvaða hugbúnað er gott að nota, sem auðveldar ykkur starfið. + Festið ykkur ekki við einn hugbúnað. Séuð þið eða einhver í teyminu ósátt við tól og tæki, sem notuð eru, verið þá opin fyrir því að skipta um. + Verið opin fyrir því hvaða hugbúnaður nýtist félaginu ykkar og ykkur sjálfum. Hvað nýtist sem dæmi til að bæta þjónustu við iðkendur, for- eldra og aðra félagsmenn? framtíðarinnar

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.