Mosfellingur - 12.01.2023, Side 4

Mosfellingur - 12.01.2023, Side 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ4 sunnudagur 15. janúar kl. 11: Guðsþjónusta í Lágafellskirkju. Prestur: sr. Arndís Linn. kl. 13: Litur & föndur sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu, Þverholti 3. sunnudagur 22. janúar kl. 13: Taka með vin sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu. kl. 20: Íhugunarguðsþjónusta með hljómsveitinni ADHD. Prestur: sr. Henning Emil Magnússon. sunnudagur 29. janúar kl. 11: Guðsþjónusta í Mosfellskirkju. Prestur: sr. Henning Emil Magnússon. kl. 13: Kubba sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu. sunnudagur 5. febrúar kl. 11: Guðsþjónusta í Lágafellskirkju. Prestur: sr. Henning Emil Magnússon. kl. 13: Vasaljósa sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu. Foreldramorgnar Á miðvikudögum kl. 10-12 í safnaðar- heimilinu, 3. hæð. Á dagskránni er opið hús, gestafyrirlesarar, léttar veitingar og góð aðstaða fyrir krílin. gaman saman - samverur eldri borgara Annan hvern fimmtudag kl. 12-14 í safnaðarheimilinu í samstarfi við FAMOS sem verða hina fimmtudagana á móti, Eirhömrum. 12. janúar: Arna Ýr Sigurðardóttir heldur fyrirlestur um drauma og merkingu þeirra. 26. janúar: Elín Sigrún Jónsdóttir lög- maður heldur fyrirlestur um erfðamál. lagafellskirkja.is & endilega fylgdu okkur á samfélagsmiðlunum facebook & instagram. Vinningshafar í jólakrossgátu Í jólablaði Mosfellings gafst lesendum kostur á að spreyta sig á verðlaunakrossgátu. Dregið hefur verið úr innsendum lausnum og eru sigurvegararnir þau Sigríður Steingrímsdóttir Hulduhlíð 1 og Hörður Þorsteinsson Vogatungu 33. Vinningshafarnir fá gjafabréf á veitingastaðinn Barion í Mosfellsbæ og verður þeim komið til þeirra á næstu dögum. Lausnarorð kross- gátunnar var „Ekki er allt gull sem glóir“. Við þökkum þeim fjölmörgu sem sendu inn rétta lausn og óskum vinningshöfum til hamingju. - Jólakrossgáta34 Verðlauna krossgáta Mosfellingur og Barion bjóða upp á jólakrossgátu Verðlaun í boði Barion Mosó Dregið verður úr innsendum lausnarorðum og fá tveir heppnir vinningshafar 5.000 kr. gjafabréf frá Barion Mosó. Sendið lausnarorðið sem er í tölusettu reitunum, 1-22, á netfangið krossgata@mosfellingur.is eða heimilisfangið Mosfellingur, Spóahöfða 26, 270 Mosfellsbæ. Merkt „Jólakrossgáta”. Skilafrestur er til 6. janúar. Látið fylgja nafn og heimilisfang. H öf un du r k ro ss gá tu : B ra gi V . B er gm an n - b ra gi @ fr em ri. is Mest lesnu fréttirnar á Mosfellingur.is árið 2022 Algjör endurnýjun á lista Framsóknar Frétt | Á félagsfundi þriðjudag- inn 22. febrúar var samþykkt tillaga að framboðslista Fram- sóknar í Mosfellsbæ, en uppstillingar- nefnd hefur unnið að mótun listans frá því í nóvember. Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttakennari skipar 1. sæti listans og Aldís Stefánsdóttir viðskiptafræðingur er í 2. sæti. Áhersla lögð á samtal og samvinnu „Við, sem skipum lista Framsóknar ... Hef alltaf horft bjartsýnn fram á veginn viðtal | Það er óhætt að segja að líf Þorbjörns Vals Jóhannssonar, eða Tobba eins og hann er ávallt kallaður, hafi tekið stóra u-beygju en hann hefur sl. sextán ár glímt við erfið veikindi. Árið 2007 fór hann í opinn brjóstholsskurð sem hefur haft miklar afleiðingar á líðan hans og haustið 2018 greindist hann með bráðahvítblæði. Þorbjörn Valur er fæddur í Reykjavík 4. janúar 1969. Foreldrar hans eru ... Umsækjendur um stöðu bæjarstjóra Frétt | Eftirfarandi aðilar sóttu um stöðu bæjarstjóra í Mosfells- bæ. Alls sóttu 30 aðilar um stöð- una en 5 drógu umsóknir sínar til baka. Árni Jónsson – Forstöðumaður Gísli H.Halldórsson – Fyrrv. bæjarstjóri Glúmur Baldvinsson – Leiðsögumaður Gunnar Hinrik Hafsteinss. – Meistaranemi Gunnlaugur Sighvatsson – Ráðgjafi Gylfi Þór Þorsteinsson – Aðgerðastjóri Helga Ingólfsdóttir – Bæjarfulltrúi ... Á www.mosfellingur.is eru birtar helstu fréttir úr blaðinu • Þrjár fréttir efstar á lista 4. júlí27. desember 321 24. febrúar Þorrablót Aftureldingar verður haldið í íþróttahúsinu að Varmá laugardaginn 21. janúar eftir tveggja ára hlé vegna Covid. Blótið verður í hefðbundinni mynd og hefst miðasala á Barion föstudaginn 13. janúar kl. 17. „Nú er að myndast mikil stemning í bæjarfélaginu og heyrum við að margir hópar ætli að mæta á Barion um hádegisbil og búið sé að útbúa vaktaplan þar til miðasala hefst,“ segir Rúnar Bragi forseti þorrablótsnefndar til 15 ára. Frábær dagskrá „Dagskráin er frábær, Geiri í Kjötbúðinni sér um matinn og býður upp á hefðbund- inn þorramat og eitthvað girnilegt fyrir þá sem ekki þora í þorrann. Villi naglbítur er veislustjóri, Hreimur, Sigga Beinteins, Erna Hrönn og Gunni Óla ásamt hljómsveitinni Made in sveitin munu sjá til þess að allir muni skemmta sér.“ stefnt á stærsta blótið „Við gerum ráð fyrir troðfullum sal og ætlum okkur því að nota allt íþróttahúsið sem aldrei hefur verið gert áður. Við verðum með Búbblubíl þar sem boðið verður upp á freyðivín og síðan verður annar auka bar sem þýðir að það verða þrjár stöðvar sem ætti vonandi að koma í veg fyrir biðraðir. Þar sem íbúum hefur fjölgað mikið síð- ustu ár gerum við ráð fyrir að alla sé farið að þyrsta í að mæta á stærsta menningar- viðburðinn í bæjarfélaginu.“ skreytingar og bikarar „Við teljum að sú skemmtilega hefð að hóparnir komi eftir hádegi á blótsdegi og skreyti borðin sín sé einstök, mikill metn- aður og skemmtilegt andrúmsloft skapast og gefur svolítið tóninn fyrir kvöldið. Við erum með óháða dómnefnd sem velur svo best skreyttu borðin. Vert er að taka fram að þorrablótið er stærsta fjáröflun barna- og unglingastarfs Aftureldingar og eru því Mosfellingar hvatt- ir til að mæta og eiga góða kvöldstund með sveitungum sínum.“ Risaþorrablót Aftureldingar haldið 21. janúar • Spenna í loftinu eftir tveggja ára hlé „Vonumst eftir troðfullu húsi“ skreytingar skipa stóran þátt í stemningunni Hnífsstunga í Þver- holti um helgina Rannsókn lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu á hnífsstungu í íbúð í Þverholti í Mosfellsbæ um helgina miðar vel. Lögreglu barst tilkynn- ing um mann með stungusár, á tíunda tímanum föstudagskvöldið 6. janúar. Þegar lögreglan kom á vettvang voru tveir menn um tvítugt í íbúðinni. Maðurinn sem varð fyrir stungunni er ekki í lífshættu. Var hann strax fluttur á slysadeild og er líðan hans eftir atvikum. Hinn maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð. Hann er nú laus úr haldi þar sem rannsóknarhagsmun- ir eru ekki lengur taldir vera fyrir hendi. Sjúkraflutningamenn mátu ástand hins slasaða svo að þörf væri á fylgd lögreglu til að greiða fyrir umferð og flýta ferð upp á spítala. Ekki er óskað eftir lögreglufylgd nema mikil hætta sé fyrir hendi. MOSFELLINGUR keMur næst út 9. febrúar mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.