Mosfellingur - 12.01.2023, Side 8
Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu
Skrifstofa félagsstarfsins er opin
alla virka daga kl. 13–16. Sími félags-
starfsins er 586-8014. Forstöðumaður
félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ
er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda-
og félagsmálafræðingur, s: 698-0090.
Skrifstofa FaMos á Eirhömrum
er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16.
Félag aldraðra
í Mosfellsbæ og nágrenni
famos@famos.is
www.famos.is
- Fréttir úr bæjarlífinu8
Félagsvist
Félagsvist er spiluð alla föstudaga kl.
13:00 hjá okkur í borðsal Eirhamra
Hlaðhömrum 2. Allir velkomnir.
Aðgangur er ókeypis en auðvitað er
alltaf frír kaffisopi og vinningur ef
heppnin er með þér.
Útsaumur og postulín
Minnum á frábæru hópana okkar
postulínshópur sem kemur saman
og málar á postulín þriðjudaga og
fimmtudaga til skiptis kl. 11:30 og
einnig útsaumshópur sem hittist alla
miðvikudaga kl. 12:30. Allir velkomnir.
gaMan SaMan SÖngUr
Hlaðhömrum kl. 13:30, næstu skipti
eru 19. jan. og 2. feb. og alltaf annan
hvern fimmtudag í vetur. Gaman
saman söngskemmtun Hlaðhömrum
2 í borðsal kl. 13:30. Helgi R. Einars-
son tekur á móti hressum krökkum
frá leikskólum bæjarins og þau
taka lagið fyrir okkur. Kaffi selt eftir
söngskemmtun á 500 kr. í matsal.
Allir velkomnir.
BaSarVÖrUr Enn TIl SÖlU
Enn er nóg af fallegum basarvörum
til sölu í handverksstofu Félagsstarfs-
ins Hlaðhömrum 2 alla virka daga frá
11:00-16:00, föstudaga 13:00-16:00.
Verið velkomin að skoða.
gönguhópur fyrir mjög
virka og hressa 60+
Minnum á frábæra gönguhópinn
okkar sem hittist alla miðvikudaga við
Fellið/ Íþróttahúsið Varmá kl 13:00.
Göngurnar henta jafnt byrjendum
sem lengra komnum. Frábær félags-
skapur. Gerum gott heilsueflandi
samfélag enn betra og verum með.
gaMan SaMan
FYrIrlESTrar
Þverholti 3, 3. hæð (safnaðarheimili).
Næstu skipti 12. jan. og 26. jan.
Félagsstarfið Mosfellsbæ og
Lágafellssókn eru í samstarfi með
fyrirlestra annan hvern fimmtudag kl.
14:00.
Næsti fyrirlestur verður um DRAUMA,
virkilega spennandi og áhugavert.
Aðgangur auðvitað alltaf ókeypis,
hvetjum öll til að vera dugleg að
mæta á þessa flottu og fróðlegu
fyrirlestra.
STjórn FaMoS
jónas Sigurðsson formaður
s. 666 1040 jonass@islandia.is
jóhanna B. Magnúsdóttir varaformaður
s. 899 0378 hanna@smart.is
Kristbjörg Steingrímsdóttir ritari
s. 898 3947 krist2910@gmail.com
Þorsteinn Birgisson gjaldkeri
s. 898 8578 thorsteinn.birgis@gmail.com
guðrún K. Hafsteinsdóttir meðstjórnandi
s. 892 9112 gunnasjana@simnet.is
Áshildur Þorsteinsdóttir varamaður
s. 896 7518 asath52@gmail.com
Hafberg hlaut fálka-
orðu á nýársdag
Á nýársdag var Hafberg Þórisson,
forstjóri og stofnandi Lambhaga,
sæmdur riddarakrossi hinnar
íslensku fálkaorðu fyrir frum-
kvöðlastarf í ræktun og vistvænni
grænmetisframleiðslu. Hafberg
stofnaði fyrirtækið árið 1979
og er Lambhagi í dag stærsti
framleiðandi og seljandi á fersku
salati og kryddjurtum á landinu.
Fyrirtækið hóf framleiðslu í Lundi í
Mosfellsdal sumarið 2021 og er nú
búið að reisa rúmlega einn þriðja
af stöðinni í. Síðastliðið ár var
stærsta framkvæmdaár Lambhaga
frá upphafi. Guðni Th. Jóhannesson
forseti Íslands sæmdi 14 Íslendinga
heiðursmerki á Bessastöðum.
Þann 2. janúar kl. 23:24 fæddist fyrsti Mosfellingur ársins 2023.
Það var fallegur og hraustur drengur, foreldrar hans eru þau
Hafdís Elva Einarsdóttir og Freysteinn Nonni Mánason.
„Við vorum voða glöð að hann skyldi ná 2023, við héldum jafnvel
að hann myndi fæðast þann þriðja en hann var komin í heiminn
klukkutíma eftir að við komum niður á Landspítala. Fæðingin gekk
vel og hann er mjög vær og góður og allt hefur gengið vel,“ segir
Hafdís Elva.
Drengurinn er annað barn foreldra sinna en fyrir eiga þau dótt-
urina Marínu Birtu sem er rúmlega þriggja ára. Fjölskyldan hefur
búið í Mosfellsbæ í tvö ár og líkar vel.
„Við erum bæði utan af landi og langaði að búa í úthverfi höfuð-
borgarinnar eða minna samfélagi. Við erum alveg rosalega ánægð
með þessa ákvörðun og þjónustuna hér í bænum,“ segir Freysteinn
Nonni.
Mosfellingur óskar fjölskyldunni til hamingju með drenginn.
Drengur kom í heiminn 2. janúar • Glöð að hann skyldi bíða eftir nýju ári
fyrsti mosfellingur ársins
fjölskyldan í góðu
yfirlæti í bjarkarholti
MOSFELLINGUR
kEmur næst út
9. fEbrúar
mosfellingur@mosfellingur.is