Mosfellingur - 12.01.2023, Síða 24

Mosfellingur - 12.01.2023, Síða 24
Anton Ari Einarsson knattspyrnumarkmaður býr í Mosfellsbæ og spilaði upp alla yngri flokka Aftureldingar. Árið 2022 varð hann Íslandsmeistari með Breiðabliki í Bestu deild karla. Anton hlaut gull- hanskann og komst með liðinu í þriðju umferð Evrópukeppninnar. Í haust var Anton valinn í A-landslið karla í fjórða skipti. Anton hefur alltaf verið sérlega samviskusamur og duglegur við æfingar og hefur það skilað tveimur bikarmeistaratitlum og þremur Íslands- meistaratitlum á síðustu átta árum. Hann er góð fyrirmynd bæði innan og utan vallar. Anton Ari Einarsson knattspyrna Ingvar kom til liðs við Aftureldingu í haust og var valinn sundmaður Aftureldingar 2022. Eftir komu hans til Aftureldingar hefur hann æft vel, unnið fyrir sínu og hefur náð frábærum árangri. Á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug, sem fram fór í nóvember, var hann með 80% bætingu sem er virkilega vel gert fyrir 18 ára sundmann. Hann nældi sér í þrenn verðlaun, 3. sæti í unglingaflokki í 200 metra bringusundi, 2. sæti í opnum flokki í 200 metra bringusundi og var í 3. sæti í boðsundsliði Aftureldingar sem náði í brons í 4x50m skriðsunds boðsundi blandað. Ingvar Orri Jóhannesson sund Einar Sverrir Sigurðsson varð Íslandsmeistari í motocrossi árið 2022 í MX1 flokk og er þetta í þriðja sinn sem hann verður Íslandsmeistari í þessum flokki. Einar var einn af þremur sem var valinn í fyrsta landslið Íslands í motocrossi þegar það var myndað árið 2007 til að taka þátt í „Motocross of Nations“ (MXON). Einar var valinn aftur í íslenska landsliðið árið 2008 og árið 2009. Einari var boðin þátttaka í ár en varð að sitja heima vegna meiðsla. Einar leggur mikið til íþróttarinnar og hefur hann lyft grettistaki í að endurvekja enduro og starfar mikið með íþróttaklúbbum á suðvesturhorninu. Hann er góð fyrirmynd og kappsamur. Einar Sverrir Sigurðsson motocross Oliver Ormar Ingvarsson átti frábært ár og vann Íslandsmeistaratitilinn utandyra á árinu. Hann var einnig valinn í nokkur landsliðsverkefni og keppti meðal annars í úrslitum á EM innan- dyra í Slóveníu þar sem hann endaði í 9. sæti með sveigboga karlaliðinu en þeir voru slegnir út af Úkraínu í 16 liða úrslitum. Oliver er í 180. sæti á Evrópulista og í 496. sæti á heimslista. Oliver vann einnig gull í sveigboga parakeppni. Hann er jafnframt formaður stærsta bogfimi- félags á Norðurlöndum og mjög virkur í að skipuleggja starf félagsins. Oliver Ormar Ingvarsson bogfimi Benedikt Ólafsson er 19 ára gamall og stoltur Harðarfélagi. Hann átti frábæru gengi að fagna á síðastliðnu keppnisári. Hann sigraði á Landsmóti hestamanna annað skiptið í röð í ungmenna- flokki, varð Íslandsmeistari í gæðingaskeiði og vann sigur í tveimur greinum á Reykjavíkurmeist- aramótinu. Hann stóð á verðlaunapalli á öllum mótum ársins. Benedikt er fjölhæfur hestamaður og jafnvígur í öllum greinum með frábæra hesta sem ræktaðir eru í Mosfellsdalnum. Benedikt var valinn í U21 landsliðið fjórða árið í röð og sæmdur FT fjöðrinni. Benedikt var valinn efnilegasti knapi landsins þetta árið af Lands- sambandi hestamannafélaga. Hann þjálfar tíu hross með vinnu og skóla og fer allur hans tími í hestamennskuna. Benedikt Ólafsson hestaíþróttir Kristján Þór er 34 ára gamall kylfingur úr GM. Kristján átti stórkostlegt tímabil 2022 og sýndi að hann er á meðal allra bestu kylfinga landsins. Kristján vann glæsilegan sigur á Íslandsmótinu í golfi í Vestmannaeyjum. Kristján sigraði einnig á lokamóti ársins, Korpubikarnum, á lægsta skori sögunnar á mótaröð GSÍ. Með þeim sigri tryggði Kristján sér stigameistaratitil GSÍ. Kristján er lykilmaður í sterku liði GM sem varð í 3. sæti á Íslandsmóti golfklúbba í efstu deild. Kristján var í haust valinn í karlalandslið Íslands. Kristján Þór Einarsson golf

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.