Mosfellingur - 09.02.2023, Qupperneq 2

Mosfellingur - 09.02.2023, Qupperneq 2
Í þá gömlu góðu... Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is) Héðan og þaðan Þrettándinn 1983 - mosfellspósturinn MOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Næsti MosfelliNgur keMur út 9. Mars Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is Ritstjórn: Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 5.000 eintök. Dreifing: Afturelding. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Ingibjörg Valsdóttir ISSN 2547-8265 Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út mánaðarlega. Leikfélag Mosfellssveitar setur nú upp hið sívinsæla leikrit Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjørn Egner þar sem við kynnumst lífinu í skóginum. Bráðskemmtilegar persónur þar á ferð eins og allir vita og söngelskar mjög. Ég er svo heppinn að vera búinn að sjá sýninguna en uppselt er fram í miðjan apríl held ég. Það er óhætt að mæla með þessari klassík hjá okk- ar besta leikfélagi enda ómetanlegt að eiga svo öflugt áhugaleikhús hér í bæ. Ég hvet Mosfellinga til að skunda í Bæjarleikhúsið einhvern góðan sunnudag með hækkandi sól. Í blaðinu í dag segjum við frá flottu íþróttafólki sem Mosfellsbær heiðraði á dögunum. Þá var líka valinn sjálfboðaliði ársins í fyrsta sinn auk þess sem þjálfari og lið ársins voru verðlaunuð. Vetrarfrí grunnskólanna er í næstu viku og búið er að setja saman fjölbreytta dagskrá fyrir þá sem ekki verða með tásurnar upp í loft á Tene. Öll dýrin í skóginum vinir Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings www.isfugl.is 6 - Fréttir úr bæjarlífinu2 Í janúarmánuði árið 1983 var sagt frá starfi Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellssveit og nafnsettar ljósmyndir fylgdu. Enn standa Kyndilsmenn vaktina og eru tilbúnir að leggja lið sveitungum sínum og öðrum, sem aðstoð þurfa við erfiðar aðstæður. Ragnar Björnsson, einn af þremur í fjarskiptanefnd Kyndils við stjórnstöðina, Albert Finnbogason, umdæmisstjóri SVFÍ fylgist með. Um kvöldmatarleytið á þrettándanum voru Kyndilsmenn í húsakynnum sínum, margir orðnir slæptir og þreyttir eftir erfiða björgunarleiðangra. Svo ætluðu þeir að selja afganginn af flugeldunum sínum fram eftir kvöldi. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Einar Jónsson kom til að kaupa flugelda, Halldór Guðmundsson, Magnús Helgason, Albert Finnbogason, Guðjón Haraldsson og Leifur sonur hans, Grétar Hansson, Arnar Stefánsson, Ingi Már, Daníel Valgeir, Einar M. Einarsson og Ragnar Björnsson.

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.