Mosfellingur - 09.02.2023, Side 4

Mosfellingur - 09.02.2023, Side 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna - Bæjarblaðið í 20 ár4 sunnudagur 12. febrúar kl. 11: Guðsþjónusta í Lágafellskirkju. Prestur: sr. Arndís Linn. kl. 13: Vasaljósa sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu, Þverholti 3. sunnudagur 19. febrúar kl. 13: Sunnudagaskóli í safnaðarheimili. kl. 20: Dylan-messa í Lágafellskirkju. Prestur: sr. Henning Emil Magnússon. sunnudagur 26. febrúar kl. 11: Guðsþjónusta í Mosfellskirkju. Prestur: sr. Henning Emil Magnússon. kl. 13: Náttfata og búninga sunnu- dagaskóli í safnaðarheimilinu. sunnudagur 5. mars - æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar Kl. 13: Fjölskylduguðsþjónusta í Lága- fellskirkju. Barnakórinn syngur undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur, kórstjóra. Umsjón: sr. Arndís Linn, Bogi Benedikts- son æskulýðsfulltrúi og leiðtogar. Eftir guðsþjónustu verður ,,Vaffla fyrir steinhús” messukaffi í safnaðarheimil- inu, Þverholti 3, 3. hæð. Hægt verður að kaupa vöfflur og „meððí“ en ágóðinn rennur til styrktar munaðarlausum börnum í Úganda. kórahátíð í vídalínskirkju Kirkjukór Lágafellssóknar syngur í tónlistarmessu 11. febrúar kl. 16 ásamt öðrum kórum í Kjalarnesprófastsdæmi. gaman saman - samverur eldri borgara Annan hvern fimmtudag kl. 12-14 í safnaðarheimilinu í samstarfi við FAMOS sem verða hina fimmtudagana á móti, Eirhömrum. 9. febrúar: Stefán Halldórsson talar um ættfræðigrúsk. 23. febrúar: Ari Trausti með fyrirlestur- inn Maðurinn og náttúran. 9. mars: Opið hús. Eva Dís nýr eigandi Aristó hárstofu Eva Dís Björgvinsdóttir er nýr eigandi Aristó hárstofu sem staðsett er í Háholti 14. Hún hefur keypt stofuna af Ingu Lilju Hjálmarsdóttur og Guðrúnu Sveinsdóttur en þær stofnuðu stofuna árið 2003. Aristó verður því 20 ára í nóvember á þessu ári. „Ég þekki aðeins til Aristó þar sem ég starfaði þar um tíma, þannig að þegar þetta tækifæri bauðst, að kaupa stofuna, sló ég til. Sömu starfsmenn verða áfram á stofunni ásamt því að ég bætist við og vonandi fleiri, það eru alla vega lausir stólar. Ég mun á næstunni fríska aðeins upp á stofuna og gera hana svolítið huggulega. Ég hef opnað fyrir tímabókanir hjá mér í gegnum noona appið þannig að hægt er að bóka tíma í gegnum netið. Einnig er hægt að hringja í síma 566-8989. Mosfellsbær boðar til opins fundar Mosfellsbær heldur opinn fund með íbúum, hagsmunaaðilum og fulltrúum úr atvinnulífinu. Fund- urinn verður haldinn í Hlégarði þriðjudaginn 14. febrúar kl. 17-19. Fundurinn er hluti af vinnu við stjórnsýslu- og rekstrarúttekt hjá Mosfellsbæ sem snýr að þáttum eins og mati á stafrænum lausnum í starfsemi Mosfellsbæjar, rekstri og ráðstöfun fjármuna og mati á stjórnkerfi og verkaskiptingu. Úttektin er unnin af ráðgjafafyrir- tækinu Strategíu sem jafnframt stýrir vinnu á þessum opna fundi. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir fram á fundinn og við skráningu eru þátttakendur jafnframt beðnir að skrá sig í umræðuhóp. Miðvikudaginn 22. febrúar blæs Stórsveit Íslands til tónleika í Lundi í Mosfellsdal. Þar munu mosfellskir stórsöngvarar, þau Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sigurður Hansson, Birgir Haraldsson, Stefanía Svavarsdóttir og Davíð Ólafsson, syngja með hljómsveit- inni. Stórsveit Íslands var upphaflega stofnuð árið 2009 af félögum í FÍH sem voru at- vinnutónlistarmenn en flestir voru komn- ir á aldur og vildu halda áfram að spila tónlist saman. Einn upphafsmaðurinn að hugmyndinni að stofna slíkt band var Þór- ir Þórisson tónlistarmaður og stjórnandi. Hópurinn kallaði sig Öðlingana og hljóm- sveitin kallaðist Stórsveit Öðlinga. Með tímanum urðu mannabreytingar og nýir stjórnendur tóku við. Daði Þór Einars- son er núverandi stjórnandi sveitarinnar og var nafnið Stórsveit Íslands tekið upp árið 2018. Blanda atvinnu- og áhugamanna Í hljómsveitinni eru 20 hljóðfæraleikar- ar, blanda atvinnu- og áhugamanna og er æft einu sinni í viku. Ýmsir söngvarar hafa sungið með bandinu í gegnum tíðina og má þar nefna Hjördísi Geirsdóttur, Pál Óskar, Ara Jónsson, Davíð Ólafsson og Viggu Ás- geirsdóttur og Völu Guðnadóttur. Árið 2019 var ráðist í að útsetja fyrir sveitina ýmis lög eftir Sigfús Halldórsson og Oddgeir Kristjánsson. Þá hefur sveitin einnig staðið fyrir stóru verkefni sem bar nafnið Keflvíska bítlið frá 1967-1977 og voru þá 12 lög útsett af því tilefni. Tónleikarnir þann 22. febrúar hefjast kl. 20:00 og verður hægt að kaupa aðgöngu- miða við innganginn, 1.500 kr. Tónleikarnir fara fram í Lundi í Mosfellsdal, höfuðstöðv- um Lambhaga. Á efnisskránni eru 20 lög og má þar nefna: Fyrsti kossinn, Alveg ær, Ég vil að þú komir, Jarðarfarardagur og Crazy Little Thing Called Love. Stórsveit Íslands ásamt mosfellskum söngvurum • Tónleikar 22. febrúar í Mosfellsdal stórtónleikar haldnir í lundi stórsveit íslands blæs til mosfellskrar veislu Innan skamms munu hefjast framkvæmdir við gatnagerð fyrir neðan Olís í Mosfellsbæ, Hamraborg – Langitangi. Bærinn hefur gengið til samninga við verktakafyrirtækið Jarðval sf. að loknu opnu útboðsferli. Svæðið afmarkast af Bogatanga, Langa- tanga og Hamratanga en aðkoma að svæð- inu verður frá Langatanga. Verkið felst í almennri gatnagerð, uppúrtekt og fyllingu, lagningu holræsakerfis, vatnslagna, hita- veitulagna og rafstrengja ásamt uppsetn- ingu lýsingar. Áætlað er að framkvæmdir standi yfir fram í júlí 2023. Blönduð tegund húsa Á svæðinu verða 5 raðhús, 6 einbýlishús auk tveggja fjölbýlishúsa. Nýtt skipulag fyrir byggð að Langatanga við Hamraborg var samþykkt í apríl 2022. Íbúðirnar eru af ýmsum gerðum og blöndun tegunda er mikil. Eitt hús, Hamra- borg, er nú þegar til staðar og mun standa áfram. 51 íbúð skipulögð við Hamraborg • Raðhús, einbýlishús og fjölbýlishús í bland gatnagerð hefst við Hamraborg horft úr suðaustri Í næstu viku er vetrarfrí í grunnskólum Mosfellsbæjar. Fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir börn og fjölskyldur dagana 16.-19. febrúar. T.d. verður nóg um að vera í sundlaugunum, bókasafn- inu, íþróttahúsinu, hjá golfklúbbnum og hestamannafélaginu. Boðið verður upp á sundlaugarkvöld, fimleikafjör, borðtennis- kennslu, leikhópinn Lottu og fjölskyldugöngu á Úlfarsfell, svo eitthvað sé nefnt. Nánari upplýsingar á bls. 13 og á Mos.is. fjölbreytt dagskrá í vetrarfríi í skólunum gaman í lágafellslaug

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.